fbpx
Mánudagur 19.apríl 2021
Pressan

Vara við hættulegri amöbu eftir andlát sex ára drengs

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 15:10

Amaba. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum vara fólk við mjög hættulegri amöbu í vatni í og við Brazoriasýslu. Aðvörunin var send út eftir að sex ára drengur lést eftir að heilaétandi amaba hafði tekið sér bólfestu í heila hans. Fleiri amöbur þessarar tegundar fundust síðan í vatnsbóli í sýslunni.

Drengurinn, Josiah McIntyre, lést þann 8. september af völdum sýkingar sem amaban orsakaði. Hún lifir í hlýjum vötnum og ám og sundlaugum sem eru illa þrifnar. Hún kemst inn í líkamann í gegnum nasirnar og fer í heilann. Hún veldur miklum höfuðverk, hita, stífum hnakka og uppköstum. Því næst tekur svimi við, mikil þreyta, fólk verður ringlað og sér ofsjónir.

Rannsókn leiddi í ljós ummerki eftir amöbuna í garðslöngu á heimili Josiah og í gosbrunni í bænum og í brunahana.

Afi hans og amma segja að hann gæti hafa komist í snertingu við skítugt vatn þegar hann var að leik í vatnsgarði í Lake Jackson skömmu áður en hann veiktist. Garðinum hefur verið lokað og íbúum í sýslunni er ráðlagt að sjóða allt neysluvatn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ónæm malaríuafbrigði sækja í sig veðrið í Afríku

Ónæm malaríuafbrigði sækja í sig veðrið í Afríku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Selja hús Michael Schumacher til að greiða umönnunarkostnað hans

Selja hús Michael Schumacher til að greiða umönnunarkostnað hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lánaði unnustanum bílinn – Það endaði með ósköpum

Lánaði unnustanum bílinn – Það endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi

Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni

Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni