fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

WHO segir að kórónuveirusmitum fari fækkandi víða um heim

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 07:00

Heilbrigðisstarfsfólk að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að kórónuveirufaraldurinn sé í rénun víða í heiminum miðað við nýjustu tölur. Þetta á sérstaklega við um Afríku, Suður-Ameríku og Bandaríkin. Einnig hefur dauðsföllum af völdum veirunnar fækkað á þessum svæðum.

Samkvæmt tölum WHO þá fer smitum og dauðsföllum sérstaklega fækkandi í ríkjum, sem hafa orðið illa úti, í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku og Afríku.

Í suðaustur Asíu, við austanvert Miðjarðarhafið og hlutum Evrópu er þróunin hins vegar ekki í rétta átt.

Í síðasta vikuuppgjöri WHO kemur fram að 1,7 milljónir nýrra smita hafi greinst og um 39.000 hafi látist af völdum veirunnar. Þetta eru fimm prósentum færri smit og tólf prósent færri dauðsföll en vikuna áður.

Matshidiso Moet, svæðisstjóri WHO í Afríku, segir að smitum fari fækkandi eftir að heimsálfan hafi komist yfir það „sem virtist vera toppurinn“.

Zweli Mkhize, heilbrigðisráðherra Suður-Afríku, segir að taka verði þessum fréttum með ró og ekki hrósa sigri of snemma en Suður-Afríka er það Afríkuríki sem hefur farið verst út úr faraldrinum.

„Mesta áhyggjuefni okkar er hvort þetta hafi verið fyrsta bylgjan og hvort ný sé í uppsiglingu,“

sagði hann og vísaði til þróunarinnar á Spáni að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku