fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Pressan

Ótrúleg uppgötvun – „Þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 05:40

Við upphaf leitarinnar. Mynd:U.S. Immigration and Customs Enforcement

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku gerðu bandarískir toll- og landamæraverðir ótrúlega uppgötvun sem er sögð vera söguleg. Starfsmenn Homeland Security komu einnig að málinu.

Um miðjan júlí uppgötvuðu lögreglumenn holu sem var að myndast á landamærunum við Mexíkó og hélt jarðvegurinn sífellt áfram að síga. Þann 27. júlí var því byrjað að bora niður við þess holu og skömmu síðar bar borunin árangur.

Þegar komið var átta metra niður í holuna var myndavél látin síga niður og sýndi hún hvað leyndist þarna niðri en það voru göng.

„Þetta virðast vera fullkomnustu göngin sem fundist hafa til þessa og örugglega þau fullkomnustu sem ég hef séð á ferlinum.“

Sagði Carl E Landrum, yfirmaður landamæralögreglunnar í Yuma.

Vandað hefur verið til verks. Mynd:U.S. Immigration and Customs Enforcement

Göngin fundust í eyðimörkinni utan við Yuma í Arizona. Þau ná yfir til Mexíkó og eru rúmlega 400 metrar að lengd. Þau eru þrír metrar á breidd og 1,2 metrar á hæð. Í þeim er loftræsting, vatnsleiðslur, rafleiðslur og lestarteinar. Mikil vinna hafði verið lögð í gerð ganganna til að koma í veg fyrir að þau myndu hrynja saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankað á ranga hurð – Slapp við keppnisbann

Bankað á ranga hurð – Slapp við keppnisbann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki í eigu Bandidos-glæpamanna fór á hausinn – Fékk styrk frá ríkinu

Fyrirtæki í eigu Bandidos-glæpamanna fór á hausinn – Fékk styrk frá ríkinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að miklu fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en skýrt hefur verið frá

Telja að miklu fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en skýrt hefur verið frá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kórónuveirusmitað belgískt heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna áfram þrátt fyrir smit

Kórónuveirusmitað belgískt heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna áfram þrátt fyrir smit