fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Keypti vasa á 8.000 krónur – Seldi hann fyrir 1,3 milljarða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 07:01

1,3 milljarðar fengust fyrir þennan vasa. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi seldist mörg hundruð ára gamall kínverskur vasi á sem svarar til 1,3 milljarða íslenskra króna á uppboði hjá Sotheby‘s. Óhætt er að segja að seljandinn hafi ávaxtað sitt pund vel því hann, eða öllu heldur hún, keypti vasann á uppboði hjá Sotheby‘s árið 1954 fyrir sem svarar til um 8.000 króna. Söluverðið nú var því um 166.000 sinnum hærra en þá.

Konan sem seldi vasann, er á níræðisaldri, býr á sveitabæ í Austur-Evrópu en Sotheby‘s hefur ekki viljað upplýsa nánar um hvar. En talsmenn uppboðshússins segja það nánast kraftaverk að vasinn hafi komist óskemmdur í gegnum alla þessa áratugi í sveitinni.

Johan Bosch van Rosenthal, hollenskur ráðgjafi hjá Sotheby‘s, segir frá málavöxtum í myndbandi sem uppboðshúsið hefur birt.

„Konan hringdi og spurði hvort ég gæti komið í heimsókn til að ræða framtíðarhorfurnar varðandi listmunasafn hennar. Ég fór því í langt ferðalag heim til hennar á afskekktan sveitabæ. Þar hitti ég hressa konu á níræðisaldri og hunda hennar og ketti.“

Hann segir að kettirnir hafi stressað hann aðeins, sérstaklega þegar konan leiddi hann inn í herbergi þar sem hún geymdi fjölda kínverskra listmuna sem hún hafði fengið í arf fyrir löngu. Þar hafi kettirnir hoppað og skoppað innan um listmunina. Þeir hafi þó ekki valdið tjóni á mununum. Konan benti honum síðan á vasa sem stóð uppi á skáp. Hún vissi vel að hann væri sérstakur og eins og söluverðið segir til um þá er hann það.

Van Rosenthal er ekki sérfræðingur í kínverskum listmunum en hann áttaði sig strax á að hér væri um eitthvað sérstakt að ræða. Sérfræðingar voru sömu skoðunar en vasinn er frá fyrri hluta átjándu aldar og var framleiddur fyrir Qianlong-keisarann sem ríkti frá 1735-1796. Vasans er getið í skjölum frá þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar