fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þriðjungur Breta vill hugsanlega ekki fá bólusetningu gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnun sem beitir sér gegn útbreiðslu haturs á internetinu, Center for Countering Digital Hate, hefur látið framkvæma könnun vegna útbreiðslu rangra upplýsinga um bólusetningar. Samkvæmt könnuninni segist þriðjungur Breta annað hvort vera óviss um bólusetningu eða ætlar ekki að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Könnunin, sem framkvæmd var á vegum Centre for Countering Digital Hate (CCDH), sem er stofnun sem berst gegn útbreiðslu haturs á Internetinu, kemur út á sama tíma og skýrsla um útbreiðslu áróðurs gegn bólusetningum.

Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að þeir, sem treystu á upplýsingar í gegnum samfélagsmiðla frekar en í gegnum hefðbundnar leiðir, voru ólíklegri til þess að segjast ætla að láta bólusetja sig.

Þátttakendur í könnuninni voru 1663, 6% þeirra sögðust alls ekki vilja láta bólusetja sig. 10% sögðu að þeir myndu sennilega ekki láta bólusetja sig og 15% svarenda voru óvissir. Alls voru um 69% af þeim sem svöruðu líkleg til þess að nýta sér bóluefnið, 38% sögðust ætla að láta bólusetja sig og 31% sögðust sennilega ætla að nýta sér bóluefnið.

Vísindamenn telja að það þurfi að bólusetja um þrjá fjórðu hluta mannkyns til þess að hægt verði að bæla sjúkdóminn niður og vekja þessar tölur því áhyggjur. Samkvæmt CCDH njóta síður og stöðvar sem hvetja fólk til að sniðganga bólusetningar aukinna vinsælda á samfélagsmiðlum.

Skoðaðir voru um 400 “anti-vax” Facebook hópar og síður, YouTube stöðvar og síður á Twitter og Instagram. Í ljós kom að þar eru birtar samsæriskenningar sem eiga sér engan fót í raunveruleikanum, þar á meðal kenning um það að Bill Gates hafi skapað kórónuveirufaraldurinn, að bóluefni valdi COVID-19 og að prófanir á bóluefni gegn vírusnum hafi gert konur ófrjóar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“