fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Pressan

Mál Madeleine McCann – Telja Christian B. tengjast málum fleiri barna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 05:50

Christian Brückner - Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum þá leikur grunur á að 43 ára Þjóðverji, Christian B., hafi numið Madeleine McCann á brott í maí 2007 þar sem hún var í sumarfríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin. Christian B. afplánar nú fangelsisdóm í Þýskalandi en bæði þýska og breska lögreglan rannsaka nú möguleg tengsl hans við mál Madeleine. En málið er umfangsmeira en það því verið er að rannsaka hvort hann tengist fleiri óupplýstum barnshvörfum og morðum.

Frá því að skýrt var frá mögulegum tengslum Christian B. við mál Madeleine hefur lögreglan fengið mörg hundruð ábendingar. Saksóknari í Braunschweig í Þýskalandi segir að það muni taka mánuði að fara í gegnum þær allar.

Horfnar stúlkur

Þýska lögreglan rannsakar nú hvort Christian B. tengist afbrotum gegn fleiri börnum. Hann hefur áður hlotið tvo dóma fyrir kynferðisofbeldi gagnvart börnum og nauðgun á 72 ára bandarískri konu.

Þýska blaðið Focus segir að lögreglan rannsaki nú hvort hann tengist hvarfi tveggja þýskra stúlkna. Önnur er aðeins nefnd Inga. Hún hvarf 2015, fimm ára að aldri, þegar hún var á ferð í skógi við bæinn Stendal, sem er um 100 kílómetra frá Brauschweig en þar var Christian B. einmitt á þessum tíma. Lögreglan segir að hann sé ekki með neina fjarvistarsönnun þennan dag.

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Hitt málið snýst um morðið á hinni þýsku Carola Titze í Belgíu 1996. Hún var þar í fríi með foreldrum sínum. Hún hvarf þegar hún fór ein í göngutúr. Lík hennar fannst sex dögum síðar 200 metrum frá sumarhúsinu sem fjölskyldan hafði leigt. Henni hafði verið nauðgað og limlest. Rannsóknin beindist fljótt að ungum Þjóðverja sem hún hafði sést með á diskóteki kvöldið áður en Christian B. er sagður passa við lýsingu sem sjónarvottar gáfu á sínum tíma á morðingjanum.

Bild segir að lögreglan sé einnig að rannsaka hvort hann tengist hvarf Peggy Knobloch sem hvarf í maí 2001, níu ára að aldri.

Rannsóknin beinist einnig að fjölda kynferðisbrota á árunum 1995 til 2007 en þá dvaldi Christian B. mikið í Algarve í Portúgal. Hefur lögreglan biðlað til fólks að veita upplýsingar ef það veit eitthvað um ferðir hans á þessum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu
Pressan
Í gær

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn
Pressan
Í gær

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl
Pressan
Í gær

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“