fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Pressan

Grípa til óvenjulegra aðgerða á skíðasvæði – Geyma snjóinn þar til í haust

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 07:01

Frá skíðasvæðinu í Levi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjórinn hefur ekki verið betri á finnska skíðastaðnum Levi síðustu 50 til 60 árin. Svo mikið snjóaði í vetur að 1,2 til 1,3 metrar af jafnföllnum snjó liggja nú yfir skíðabrekkunum. En lítið hefur verið um skíðafólk undanfarnar vikur vegna COVID-19 faraldursins. En rekstraraðilum staðarins finnst algjörlega ótækt að láta þennan góða snjó fara til spillis og því ætla þeir að geyma snjóinn þar til í haust.

Eflaust þykir mörgum þetta undarlegt enda ekki bara hægt að setja snjó í poka og geyma fram á haustið. En Marko Mustonen, framkvæmdastjóri Levi, er stórhuga eins og hann skýrði frá í samtali við BBC.

Hann ætlar að reyna að geyma um 150.000 rúmmetra af snjó þar til í haust til að geta lengt haustopnunina. Ef þetta gengur upp geta finnskir skíðamenn brugðið sér á skíði strax í október.

Starfsfólk skíðasvæðisins hefur nú í einn mánuði unnið baki brotnu við að safna 150.000 rúmmetrum af snjó sem einangrandi dúkur hefur nú verið lagður yfir. Hann á að sögn að geta varið snjóinn fyrir bæði rigningu og sumarhitum. Reiknað er með að bráðnunin verði aðeins 5 til 10 prósent fram á haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar

Eftir aðeins 20 ár gætu stjörnurnar á himninum verið horfnar sjónum okkar
Pressan
Í gær

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður

Hjó föður sinn sextán sinnum í höfuðið og breytti honum í uppvakning – Peter var lifandi dauður
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II

FBI skýrir frá leyniáætlun sem beindist gegn Elísabetu II
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu

Myrt af leigusala sínum eftir mygludeilu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint