fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Telja að verð á flugferðum geti hækkað um 50 prósent

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 19:11

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, telja að verð á flugmiðum muni hækka um 50 prósent og jafnvel meira þegar flugsamgöngur fara að komast í fyrra horf. Samtökin telja einnig að það muni gera endanlega út af við mörg flugfélög ef það verður krafa til framtíðar að miðjusætin verði auð til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit.

Samtökin segjast styðja hugmyndir um að farþegar og áhafnarmeðlimir noti munnbindi á meðan á flugi stendur en geti ekki stutt hugmyndir um að halda verði ákveðinni fjarlægð í farþegarýmum því það hafi í för með sér að miðjusætin verði að standa auð. Það muni auka kostnað flugfélaga gríðarlega.

IATA telur að það séu litlar líkur á að kórónuveiran dreifist í flugvélum sem séu þéttsetnar. Það séu síur í lofthreinsikerfi vélanna sem geri það að verkum að erfitt sé fyrir veiruna að berast um vélarnar.

Flugfélög um allan heim hafa almennt farið illa út úr COVID-19 heimsfaraldrinum og lítið er um farþegaflug. Mörg flugfélög ramba á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld þurft að hlaupa undir bagga með mörgum félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu