fbpx
Sunnudagur 06.desember 2020
Pressan

10 mánaða fangelsi fyrir hrottalega nauðgun – Kjálkabraut fórnarlambið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar síðastliðnum var ung sænsk kona, Åsa, úti að trimma í skóglendi. Þá var ráðist á hana aftan frá og hún dregin inn í skógarþykknið þar sem hún var beitt hrottalegu kynferðisofbeldi og kjálkabrotinn.

Nýlega féll dómur í málinu en mörgum þykir hann ansi vægur því ofbeldismaðurinn var dæmdur í 10 mánaða fangelsi. Aftonbladet skýrir frá þessu.

„Ég er sködduð fyrir lífstíð af hans völdum en þetta hefur nær engar afleiðingar fyrir hann. Hér er ekki um réttlæti að ræða. Ég er öskureið. Hann sleppur úr fangelsi eftir nokkra mánuði og þá getur hann ráðist á aðra. Ég er enn með mígreni og mikla verki í kjálkanum.“

Sagði Åsa í samtali við Aftonbladet. Hún glímir enn við miklar martraðir um árásin og vaknar oft öskrandi á nóttunni.

Hún sagði að ofbeldismaðurinn hafi verið mjög harðhentur. Hún hafi óttast að deyja og hafi reynt að berjast á móti á meðan hún grét og öskraði.

„Það eina sem ég hugsaði um var að lifa þetta af. Ég barðist fyrir lífi mínu.“

Åsa, sem er rétt rúmlega tvítug, tókst að róa ofbeldismanninn með því að vera meðfærilegri og þykjast bjóða honum upp á kynlíf sem hún tæki þátt í.

Að ofbeldisverkinu loknu leyfði hrottinn, sem er 28 ára, Åsa að hringja í neyðarlínuna en síðan lét hann sig hverfa. Lögreglan handtók hann skömmu síðar ekki langt frá vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sænskur yfirlæknir – „Við höldum þetta kannski út í tvo mánuði til viðbótar“

Sænskur yfirlæknir – „Við höldum þetta kannski út í tvo mánuði til viðbótar“
Pressan
Í gær

Það sem hann gerði fyrir deyjandi eiginkonu sína hefur snortið milljónir manna

Það sem hann gerði fyrir deyjandi eiginkonu sína hefur snortið milljónir manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Obama, Bush og Clinton bjóðast til að láta bólusetja sig opinberlega – Vilja sýna að bóluefnið er öruggt

Obama, Bush og Clinton bjóðast til að láta bólusetja sig opinberlega – Vilja sýna að bóluefnið er öruggt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður kjörstjórnar varar Trump við – Einhver verður drepinn

Starfsmaður kjörstjórnar varar Trump við – Einhver verður drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfilegt blóðbað – Myrti tvær konur á einni og hálfri klukkustund

Skelfilegt blóðbað – Myrti tvær konur á einni og hálfri klukkustund
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir drottninguna borða lítið um hátíðirnar og elski að vaska upp

Segir drottninguna borða lítið um hátíðirnar og elski að vaska upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ók yfir fólk í göngugötu – Tveir látnir og margir slasaðir

Ók yfir fólk í göngugötu – Tveir látnir og margir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst