fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Þeir vita ekkert um COVID-19 faraldurinn – Fá fyrst að vita um hann í maí

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 21:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá mörgum að COVID-19 kórónuveirufaraldur herjar nú á heimsbyggðina með skelfilegum afleiðingum. En svo ótrúlegt sem það nú er þá er hópur Evrópubúa sem hefur ekki hugmynd um hvernig ástandið er þessa dagana og fær ekki fregnir af því fyrr en í maí.

Geimfarar, sem dvelja í Alþjóðlegu geimstöðinni, vita af faraldrinum og eru því betur upplýstir um stöðu mála en áhöfn fransks kjarnorkukafbáts sem er einhversstaðar djúpt neðansjávar í einhverju heimshafanna.  Kafbáturinn lét úr höfn áður en útgöngubann var sett á í Frakklandi þann 17. mars.

Kafbátarnir eru venjulega í 60-70 daga í leiðöngrum sínum og eru nær algjörlega sambandslausir við umheiminn á meðan. Ekkert netsamband er og einu skilaboðin sem berast til bátanna eru þau sem herstjórnin sendir þeim.

Yfirmenn kafbátaflotans hafa einmitt ákveðið að halda upplýsingum um heimsfaraldurinn frá áhöfninni til að koma í veg fyrir vitneskja um hann hafi neikvæð áhrif á móralinn um borð.

„Þeir vita þetta ekki. Strákarnir um borð verða að halda fullri einbeitingu við verkefni sín.“

Hefur AP eftir Dominoque Salles, fyrrum aðmírál, en hann þekkir vel til mála franska flotans. Hann sagði líklegt að skipstjórinn hafi fengið vitneskju um faraldurinn án þess þó að honum hafi verið skýrt frá honum í smáatriðum. Hann sagðist telja líklegt að áhöfnin verði upplýst um málið rétt áður en kafbáturinn kemur í höfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið