fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Pressan

Tilraunir eru hafnar með bóluefni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 05:50

Kínverjar eru með áætlun um bólusetningaþörfina. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða um heim vinna vísindamenn allan sólarhringinn við að reyna að finna bóluefni og lækningu gegn COVID-19. Vinnan er mislangt komin en í gær hófst tilraun í Seattle í Bandaríkjunum með hugsanlegt bóluefni gegn veirunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá US National Institutes of Health (NIH) sem er ein af undirstofnunum bandaríska heilbrigðisráðuneytisins.

Jennifer Haller, 43 ára tveggja barna móðir, fékk fyrstu sprautuna af bóluefni og fleiri fylgdu síðan í kjölfarið. Bóluefnið verður prófað á 45 heilbrigðum einstaklingum á aldrinum 18 til 55 ára næstu sex vikurnar.

Bóluefnið hefur hlotið nafnið mRA-1273. Það var þróað af vísindamönnum NIH í samvinnu við líftæknifyrirtækið Moderna í Cambridge í Massachusetts.

Anthony Facui, yfirmaður smitsjúkdómadeildar NIH, segir að það sé „forgangsverkefni fyrir lýðheilsu“ að búa til bóluefni gegn COVID-19 kórónuveirunni sem hefur orðið rúmlega 7.000 manns að bana fram að þessu. Hann segir að þetta fyrsta skref sem nú sé stigið sé mjög mikilvægt til að ná því markmiði að búa til bóluefni.

En það er rétt að hafa í huga að hér er aðeins um fyrsta skref að ræða, það getur liðið ár til hálft annað ár þar til bóluefnið hefur verið fullprófað og verður tilbúið til almennrar notkunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mætti óvænt í jarðarförina sína í stað þess að mæta í afmælisveisluna sína

Mætti óvænt í jarðarförina sína í stað þess að mæta í afmælisveisluna sína
Pressan
Í gær

Víðtæk áhrif kórónuveirufaraldursins – Í annað sinn í sögunni þarf að aflýsa hátíðarhöldum hjá dönsku hirðinni

Víðtæk áhrif kórónuveirufaraldursins – Í annað sinn í sögunni þarf að aflýsa hátíðarhöldum hjá dönsku hirðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Fór hamförum í búðinni vegna sóttvarnaraðgerða – „Ég skammast mín ekki“

Sjáðu myndbandið: Fór hamförum í búðinni vegna sóttvarnaraðgerða – „Ég skammast mín ekki“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftmengun verður hálfri milljón barna að bana árlega

Loftmengun verður hálfri milljón barna að bana árlega
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldan hefur aldrei veitt meira saman

Fjölskyldan hefur aldrei veitt meira saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Helmingur kórónuveirusjúklinga í Noregi er af erlendum uppruna

Helmingur kórónuveirusjúklinga í Noregi er af erlendum uppruna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hröð þróun mannkyns – Færri fá endajaxla og margir fæðast með auka slagæð

Hröð þróun mannkyns – Færri fá endajaxla og margir fæðast með auka slagæð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Níu úr sömu fjölskyldu létust – Borðuðu núðlur sem voru geymdar í frysti

Níu úr sömu fjölskyldu létust – Borðuðu núðlur sem voru geymdar í frysti