fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Þetta gerist í sólkerfinu okkar þegar sólin deyr

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 22:00

Sólin er miðpunktur sólkerfisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir um fimm milljarða ára mun sólin vera búin með orkuna sína og þá verða miklar breytingar í sólkerfinu okkar. Sólin er knúin áfram af kjarnasamruna og breytir vetni í helíum í ferli þar sem massa er breytt í orku. Þegar þessi orkuuppspretta er búin byrjar sólin að þenjast gríðarlega út. Ytri lög hennar munu gleypa megnið af sólkerfinu þegar hún verður að rauðum risa.

Að vonum þekkjum við þetta ferli ekki alveg út í ystu æsar né afleiðingar þess en almennt eru vísindamenn sammála um ákveðin atriði í þessu ferli. Til dæmis að allt líf á jörðinni mun deyja enda verður óbærilegt hér þegar sólin þenst út og hitinn eykst gríðarlega. Um leið gufar allt vatn upp. En um leið og líf á jörðinni hverfur myndast hugsanlega lífvænlegar aðstæður annarsstaðar í sólkerfinu, á stöðum þar sem nú er fimbulkuldi. Þetta kemur fram í umfjöllun Discover Magazine.

Ef eitthvað fólk verður eftir á lífi þegar að þessu kemur gæti það hugsanlega leitað skjóls á Plútó og öðrum fjarlægum dvergplánetum. Um leið og sólin þenst út hækkar hitinn á þessum fjarlægu plánetum og þannig gætu skapast skilyrði fyrir lífi.

Þegar sólin þenst út mun hún fyrst gleypa Merkúr með húð og hári en Merkúr er sú pláneta sem er á braut næst sólinni. Sömu örlög bíða Venusar. Fyrst mun sólin brenna andrúmsloft plánetunnar upp og síðan gleypa hana með húð og hári.

Því næst er röðin komin að jörðinni okkar. Vísindamenn eru ekki á einu máli um hvaða örlög bíða hennar en flestir eru sammála um að löngu áður en kemur að því að sólin klárar eldsneytisbirgðir sínar eftir fimm milljarða ára verði allt líf löngu dautt hér á jörðinni. Ástæðan er að sólin er nú þegar byrjuð að skína skærar en áður en því fylgir að hún sendir meira magn af banvænum geislum frá sér. Sumir vísindamenn telja að eftir aðeins einn milljarð ára verði geislunin frá sólinni orðin of mikil til að lífið hér á jörðinni geti þrifist. Þetta virðist eflaust vera langur tími en rétt er að hafa í huga að líf hefur nú þegar þrifist hér á jörðinni í þrjá milljarða ára.

Þegar sólin þenst út mun hún hugsanlega gleypa jörðina með húð og hári nokkrum milljónum ára eftir að hún gleypir Merkúr og Venus. En sumir vísindamenn telja að jörðin muni sleppa því útþensla sólarinnar muni stöðvast áður en hún nær að gleypa jörðina.

Hugsanlega mun Mars sleppa við að hverfa í iður sólarinnar en þegar að þessu kemur verður allt það vatn, sem nú er á Mars, horfið og því ólífvænlegt á Rauðu plánetunni.

Hvað varðar gasrisana munu hringir Satúrnusar væntanlega gufa upp þegar sólin nálgast með sinn ógnarhita. Þá mun ísinn á Evrópu, einu tungla Júpíters, og Enceladus, einu tungla Satúrnusar, bráðna.

Þegar sólin verður að rauðum risa verða Plútó og fjölskyldumeðlimir hans  í Kuiper beltinu, auk Trition, sem er tungl á braut um Neptúnus, hugsanlega bestu staðirnir til að halda sig á í sólkerfinu. Í dag er gríðarlegur kuldi á Plútó en þegar sólin þenst út mun hitinn hækka og verða á borð við það sem er nú á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf