fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Magnus setur fram nýstárlega hugmynd um hvernig er hægt að bjarga loftslaginu – „Flestum finnst þetta mjög ógeðslegt og undarlegt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 06:45

Myndir þú borða mannakjötsgúllas?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fór matarhátíð fram í Stokkhólmi undir heitinu „Gastro summit“ en á hátíðinni var aðaláherslan á mat framtíðarinnar. Í einni málstofunni setti sænski atferlisfræðingurinn Magnus Söderlund fram nýstárlega hugmynd um hvernig er hugsanlega hægt að bjarga loftslaginu. Margir fitjuðu upp á trýnið og lyftu augabrúnum þegar þeir heyrðu boðskap hans og enn aðrir voru við það að æla.

Í einföldu máli gengur boðskapur Magnus út á að til að bjarga loftslaginu þá verðum við að byrja að borða mannakjöt í stað annars kjöts. Hann ræddi þetta síðan við TV4 sjónvarpsstöðina.

„Þegar rætt er um að borða mannakjöt er það stórt tabú sem erfitt er að brjóta. Af þeim sökum held ég að þetta muni aldrei verða mikið stundað í hinum vestræna heimi og hvað þá á okkar æviskeiði. Flestum finnst þetta mjög ógeðslegt og undarlegt. Við reynum nú að öðlast skilning á af hverju viðhorfið er svona.“

Því næst spurði fréttamaðurinn Magnus af hverju það eru ósjálfráð viðbrögð flestra að hafna hugmyndinni um að borða mannakjöt til að bjarga loftslaginu.

„Fólkið, sem á að borða, verður jú að vera dáið. Dáið fólk er í sjálfu sér tabú. Það má heldur ekki vanhelga mannslík. Það er erfiðara að brjóta þetta tabú en að drepa annað fólk.“

Svaraði Magnus og bætti við að fólk væri almennt íhaldssamt þegar kemur að því að borða mat sem það er ekki vant að borða.

„En ef við viljum snúa hverjum steini við til að leysa loftslagsvandann þá er mikilvægt að beina sjónum okkar að mannakjötsneyslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu