fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Pressan

Trúði ekki eigin augum þegar hún opnaði kassann – „Þetta nístir í hjartastað. Ég fór að gráta.“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 06:00

Kassinn umræddi. Mynd:twitter.com/LeanneStuck

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Lois Augsburger, sem býr í Buffalo í New York í Bandaríkjunum fór út að sækja dagblaðið sitt í póstkassann mánudaginn 16. september gerði hún skelfilega uppgötvun. Í pappakassa, sem hafði verið komið fyrir sem skjóli fyrir ketti, fann hún þriggja ára dreng, Noelvin, einan og yfirgefinn.

„Þetta nístir í hjartastað. Ég fór að gráta. Ég hef verið tárvot í allan dag og hugsað um hvernig gengur með drenginn.“

Sagði hún í samtali við WGRZ. Þegar hún spurði Noelvin hvar mamma hans væri sagði hann:

„Bíllinn brennur, bíllinn brennur.“

Lögreglan veit hver drengurinn er og foreldrar hans en hefur ekki tekist að finna þá. En ekki fjarri heimili Lois fannst brunninn bíll sem fjölskyldan átti. Í honum voru líkamsleifar en ekki hefur enn tekist að bera kennsl á þær.

Noelvin. Mynd: Buffalo Police Department

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Washington Post að bíllinn hafi brunnið mjög lengi, svo lengi að eldurinn hafi dáið út af sjálfu sér og lítið sé eftir af bílnum.

Noelvin og fjölskylda hans eiga heima í Orlando í Flórída og fannst hann því víðsfjarri heimili sínu. Amma Noelvin segir að fjölskyldan hafi farið til Buffalo með vini sínum og hafi hún ekki heyrt neitt frá þeim síðan sunnudaginn 15. september.

Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum, sem lögreglan hefur birt, sjást tvær manneskur hlaupa frá svæðinu þar sem bíllinn brann. Önnur manneskja er með eitthvað sem virðist vera bensínbrúsi.

Noelvin er nú í vörslu barnaverndaryfirvalda en afi hans og amma hafa óskað eftir að fá forræði yfir honum en ekki hefur verið tekin afstaða til þeirrar beiðni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörgæsir á Suðurskautinu eru hamingjusamari með minni hafís

Mörgæsir á Suðurskautinu eru hamingjusamari með minni hafís
Pressan
Fyrir 2 dögum

Coca-Cola rýfur 126 ára gamla hefð

Coca-Cola rýfur 126 ára gamla hefð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja nýtt merki Trump minna á merki nasista

Segja nýtt merki Trump minna á merki nasista
Fyrir 4 dögum

Veiðimenn að fá væna fiska á stöngina

Veiðimenn að fá væna fiska á stöngina
Pressan
Fyrir 4 dögum

British Airways segir 350 flugmönnum upp störfum

British Airways segir 350 flugmönnum upp störfum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfull geislavirkni í Skandinavíu

Dularfull geislavirkni í Skandinavíu