fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Pressan

Stranger Things IV – Verður söguþráðurinn svona? – HÖSKULDARVIÐVÖRUN

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 06:00

Stranger Things er eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stranger Things er líklegast vinsælasta þáttaröðin sem Netflix hefur framleitt. Eins og þeir sem hafa séð þriðju þáttaröðina vita þá lauk henni á þann hátt að líklegt má teljast að fjórða þáttaröðin líti dagsins ljós. En um hvað mun hún þá snúast?

Þessu reyndu margir að svara á Reddit nýlega. Áður en lengra er haldið er þó rétt að taka fram að Netflix hefur ekki staðfest að fjórða þáttaröðin verði gerð en það heldur ekki aftur af aðdáendum þáttanna. Þá er einnig rétt að koma með Höskuldarviðvörun svona svo hugsanleg þáttaröð verði ekki eyðilögð fyrir fólki. Þeir sem ekki vilja vita meira um hugsanlegan söguþráð fjórðu þáttaraðarinnar ættu því ekki að lesa lengra.

Ljóst er að aðstæður Eleven verða aðrar en í fyrri þáttaröðum þar sem hún hefur misst tvær föðurímyndir sínar. Ekki er ljóst hvort lögreglustjórinn Hopper snúi aftur í hugsanlegri þáttaröð eftir dularfullt hvarf hans í þeirri þriðju en öruggt má telja að Dr Brenner verði með í fjórðu þáttaröðinni.

Á Reddit var nefnt að Eleven muni leita hefnda vegna tilraunanna sem Brenner gerði á henni í fyrstu þáttaröðinni. Kannski mun hún elta hann og félaga hans uppi í kjölfar þess að hún hefur misst krafta sína.

Í þeirri leit myndu ýmis samsæri og samsæriskenningar líta dagsins ljós og myndu Rússar koma þar við sögu sem og Mind Flayer.

En við getum svo sem ekki gert annað en beðið eftir staðfestingu á að fjórða þáttaröðin verði gerð og þá farið að hlakka til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9