fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

Vinnuveitandi gerður ábyrgur fyrir að starfsmaður hans lést eftir að hafa stundað kynlíf í vinnuferð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2013 fór starfsmaður (karlmaður) frönsku verkfræðistofunnar TSO í vinnuferð til Loiret, sem er sunnan við París. Þar hitti hann konu og fór heim með henni og stunduðu þau kynlíf. Hann fór síðan á hótelið sitt en lést af völdum hjartaáfalls skömmu eftir að hann kom þangað. Læknar tengdu andlátið við kynlífsiðkunina.

New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að tryggingafélag hafi komist að þeirri niðurstöðu að andlátið hafi verið vinnuslys og bæri vinnuveitandinn því ábyrgð á því. TSO hélt því hins vegar fram að andlátið hefði borið að eftir að hefðbundnum vinnudegi lauk og því bæri fyrirtækið ekki neina ábyrgð á því.

Málið fór því fyrir dóm og í maí kom það fyrir áfrýjunardómstól í París sem úrskurðaði tryggingafélaginu í vil. Það var þó fyrst í síðustu viku sem skýrt var opinberlega frá málinu. Í dómsniðurstöðunni segir að lög, sem tryggja franska launþega á vinnustöðum þeirra, gildi einnig allan þann tíma sem þeir eru í vinnuferðum. Gildi þar engu að kynlíf mannsins með konunni hafi tæplega tengst vinnu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Í gær

Gekk vel á Skagageiðinni

Gekk vel á Skagageiðinni
Í gær

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum
Pressan
Fyrir 2 dögum

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma
Fyrir 3 dögum

Veisla strax á fyrsta degi

Veisla strax á fyrsta degi
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu