fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

Hvít hjón fóru í tæknifrjóvgun – Eignuðust barn sem er asískt í útliti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristina Koedderich og Drew Wasilewski, frá New Jersey í Bandaríkjunum,hafa stefnt tæknifrjóvgunarfyrirtækinu Institute for Reproductive Medicine and Science fyrir rétt og krefjast sem svarar til um 60 milljóna íslenskra króna í bætur. Ástæðan er að þau fóru í tæknifrjóvgun hjá fyrirtækinu 2012 sem tókst vel og ári síðar kom stúlka í heiminn. En þegar stúlkan varð eldri kom í ljós að hún er af asísku bergi brotin en Kristina og Drew eru hvít.

New York Post skýrir frá þessu. 2015 létu þau gera DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að það „væru 0 prósent líkur“ á að Drew væri faðir stúlkunnar.

Í síðasta mánuði skipaði dómari fyrirtækinu að láta af hendi lista yfir alla þá karla sem gáfu sæði á þeim tíma þegar Kristina og Drew nutu þjónustu fyrirtækisins. Með þessu er vonast til að hægt verði að finna líffræðilegan föður stúlkunnar. Kristina og Drew vilja einnig fá svar við hvort sæði Drew hafi verið notað í tæknifrjóvgun hjá annarri konu.

Málið hefur reynst þeim erfitt og endaði með að þau skildu.

„Sjúkrahúsið sagði að þetta gæti ekki gerst, að það hefði ekki gert nein mistök. Svo ég fór að hugsa: „Var konan mín mér ótrú? Hvað gengur á?““

Sagði Drew í samtali við New York Post.

Stúlkan fæddist sex vikum fyrir tímann og lá á sjúkrahúsi fyrstu vikurnar. Strax þá fannst Kristina og Drew að hún væri með ákveðin asísk útlitseinkenni en ýttu þeirri hugsun frá sér því stúlkan var heilbrigð og falleg og þau ánægð með að hún var komin í heiminn.

En þegar hún fór að eldast og þroskast fór fólk að taka eftir útliti hennar og spyrja hvort þau hefðu ættleitt hana. Þetta var þeim mjög erfitt.

Þau eiga einnig 10 ára son sem kom í heiminn með aðstoð frjósemislækna. Hann líkist foreldrum sínum og er fólk oft mjög forvitið þegar það sér systkinin saman enda líkjast þau ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
Í gær

Gekk vel á Skagageiðinni

Gekk vel á Skagageiðinni
Í gær

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Í gær

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn
Pressan
Í gær

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum
Pressan
Fyrir 2 dögum

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma
Fyrir 3 dögum

Veisla strax á fyrsta degi

Veisla strax á fyrsta degi
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu