fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Íslamska ríkið á erfitt með að fá fólk til að fremja sjálfsvígsárásir – Hafa tekið nýja aðferð í notkun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 22:00

Liðskonur Íslamska ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að margir telji að gengið hafi verið á milli bols og höfuðs á hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) eru þau enn að í Sýrlandi og Írak. Staða þeirra hefur þó breyst nokkuð þar sem þau eiga nú í vök að verjast og ráða eiginlega ekki yfir neinum landsvæðum að því að heitið getur. Einnig eiga samtökin nú orðið erfitt með að fá fólk til að fórna sér í sjálfsvígsárásum. En samtökin hafa nú fundið nýja aðferð til slíkra árása.

Nýlega gerðu samtökin árás í bænum Diyala í Írak. Eins og yfirleitt var árásinn ætlað að drepa fólk og valda ringulreið. Samtökin hafa á undanförnum vikum gert reglulegar árásir á bæinn en síðasta árásin var með alveg nýjum hætti.

Tvær kýr, sem búið var að koma sprengiefni fyrir á, voru reknar inn í bæinn og ráfuðu þar um þar til þær komu að varðstöð íraskra öryggisveita. Liðsmenn þeirra áttuðu sig á hættunni og skutu kýrnar að sögn Independent. Sprengjurnar sprungu við það og særðist einn óbreyttur borgari.

Samkvæmt frét New York Times hefur IS misst svo marga liðsmenn að nú er orðið erfitt að fá einhverja til að fórna sér til sjálfsvígsárása og því hafa kýr verið teknar til verksins. Samtökin hafa áður notað asna til slíkra árása en ekki er vitað til að kýr hafi áður komið við sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun