fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Pressan

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. júlí 2019 17:34

Skjáskot: Suzanne Eaton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska vísindakonan Dr. Suzanne Eaton, sem starfar fyrir Max-Planck stofnunina í Þýskalandi, fannst myrt á grísku eyjunni Krít fyrir skömmu. Dr. Eaton er 59 ára gömul. Lík hennar fannst í gömlu neðanjarðarbyrgi. Í dag var ungur fjölskyldufaðir handtekinn, grunaður um morðið og samkvæmt frétt þýska miðilsins Bild hefur hann játað morðið á sig munnlega við lögreglu.

Maðurinn er 27 ára gamall, er giftur og á börn. Hann er talinn eiga við geðrænan vanda að stríða. Engir áverkar voru sjáanlegir á líki vísindakonunnar og var talið að hún hefði kafnað. En þar sem lík hennar var í poka og var komið fyrir í neðanjarðarbyrgi þótti víst að hún hefði verið myrt.

Samkvæmt frétt Bild hefur maðurinn sagt við lögreglu að morðið hafi verið af kynferðislegum toga. Hann sé „gægir“ eða „Voyeur“ og konan virðist hafa haft kynferðislega örvandi áhrif á hann.

Maðurinn var handtekinn á grundvelli lífsýna sem fundust í bíl hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvít hjón fóru í tæknifrjóvgun – Eignuðust barn sem er asískt í útliti

Hvít hjón fóru í tæknifrjóvgun – Eignuðust barn sem er asískt í útliti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona geta draumar verið magnaðir

Svona geta draumar verið magnaðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern

Fer varla út úr húsi lengur: Sannfærður um að hann hafi drepið einhvern
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðamæringur flytur heimili sitt og fyrirtæki til að komast hjá skattgreiðslum

Milljarðamæringur flytur heimili sitt og fyrirtæki til að komast hjá skattgreiðslum