Laugardagur 22.febrúar 2020
Pressan

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 15. júlí 2019 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bianca Devins var upprennandi Instagram stjarna en hún hafði vakið athygli fyrir vegna fagurfræði mynda sem hún deildi á Instagram-síðu sinni.

Bianca var myrt á hrottalegan hátt af Brandon Clark í Utica í Bandaríkjunum í gær. Málið er ekki síst sérstakt fyrir þær sakir að atburðarrásin virðist hafa átt sér stað fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum, svo sem Instagram, 4chan og Discord.

Málið hefur vakið óhug á samfélagsmiðlum þar sem Brandon Clark deildi mynd af líkinu á Instagram-síðu sinni á sama tíma og hann myrti Bianca. Líkið var svo illa leikið að talað er um að hún hafi afhöfðuð.

Myndin hefur núna verið tekin niður en þrátt fyrir það voru einhverjir sem vistuðu myndina og er hún nú í dreifingu. Fjöldi nettrölla deila myndinni undir myllumerkinu #ripbianca á Twitter. Sumir hafa jafnvel gengið það langt að útbúa sérstaka aðganga á Instagram til að tæla fólk til að sjá þessa óhugnanlegu mynd.

Á Instagram-síðu Brandon Clark má sjá textann „10/06/1997 – 7/14/19“. Auk þessara dagsetninga segir Brandon að núna finni hann ekki lengur fyrir sársauka. Það má því gera ráð fyrir að þarna sé um að ræða fæðingardag hans og síðan áætlaðan dánardag en Brandon á að hafa reynt að taka eigið líf eftir morðið.

Lögreglan í Utica á þó að hafa tekið ónafngreindan mann með alvarlega áverka upp á sjúkrahús þetta sama kvöld. Það er því ekki víst að honum hafi tekið ætlunarverk sitt.

Ian Miles Chong, ritstjóri Human Events, deildi skjáskotum á af skilaboðum sem Brandon á að hafa sent á stúlkuna á Twitter síðu sinni.

„Viltu vita hvernig týpa af manni ég er? Ég er týpan sem keyri bílinn þinn og þvæ hann í tætlur fyrir þig á meðan þú sefur. Týpan sem fer með þig út að borða, týpan sem kaupir gjafir handa þér bara til að sýna þér hversu mikið ég kann að meta þig.

Ég er týpan sem er tryggur og ég hef samúð. Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi. Týpan sem kem með blóm og súkkulaði til þín af engri sérstakri ástæðu. Ég er týpan sem held utan um þig þegar þú horfir á hryllingsmynd og týpan sem gerir enga tilraun til að eiga hömlulausar samfarir með þér nema þú gefir leyfi til þess.“

Svona heldur Brandon lengi áfram en skiptir fljótt um skap, án þess að Bianca veiti honum svar

„Þú hunsar mig í bókstaflega hvert skipti sem ég reyni að ná til þín, eða þú gefur mér eitthvað tussulegt svar. Ég er hættur, þú ert búin að eyða nóg af tímanum mínum með þessu kjaftæði. Ég þarf ekki á þessu að halda.“

Brandon heldur áfram

„Bíddu, ég hef meira að segja. Veistu hvað er klikkað? Mér þykir meira vænt um þig sem vin og ég er yfir 1600 kílómetrum frá þér. Spurði ég þig einhvern tíman um nektarmyndir? Nei.“

Bróðir morðingjans deildi færslu á Instagram þar sem hann bað fólk um að hætta að áreita sig og fjölskylduna sína vegna verks bróður síns.

„Mér þykir það svo innilega leitt að eitthvað svona komi frá fjölskyldunni minni og ég sendi hlýjar hugsanir til fjölskyldu þolandans. En hugsið um það þegar systkini hans komast að því hversu ógeðfelldan verknað hann hefur framið, og þau eru að fá sakirnar. Þau eru börn“

Liv Devins staðfesti andlát systur sinnar á Instagram-síðu sinni.

„Ég hata að ég þurfi að skrifa þetta. Ég hata að þurfa að horfast í augu við það að þú komir aldrei aftur heim. Þú varst besta systir sem gæti hugsast. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig. Hvíldu í friði, ég elska þig svo mikið og mun gera það að eilífu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns

Móðir ákærð fyrir að bursta ekki tennur sonar síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bráðnun Grænlandsjökuls á að afla Grænlendingum fjár

Bráðnun Grænlandsjökuls á að afla Grænlendingum fjár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umfangsmesta leit sögunnar að fljúgandi furðuhlutum og vitsmunaverum í geimnum

Umfangsmesta leit sögunnar að fljúgandi furðuhlutum og vitsmunaverum í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“

Segir fóstureyðingu vera verri en barnaníð – „Barnaníð drepur engan en þetta gerir það“