Fimmtudagur 25.febrúar 2021
Pressan

Viðvörunarbjöllur glymja í fluggeiranum – Tvö slys á fimm mánuðum – „Það eru of mörg líkindi til að fyllast ekki áhyggjum.“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 06:59

Vél frá Ethiopian Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boeing flugvélaframleiðandinn er í stífum mótvindi eftir flugslysið í Eþíópíu í gær þar sem splunkuný Boeing 737 MAX 8 vél fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa en vélin var á leið til Kenía. Allir 157 um borð létust. Þetta var annað slysið á nokkrum mánuðum þar sem vél þessarar tegundar kom við sögu. Í lok október fórst vél þessarar tegundar frá indónesíska Lion Air flugfélaginu skömmu eftir flugtaka frá Jakarta.

Vélin sem fórst í gær var í eigu Ethiopian Airlines og var tekin í notkun í nóvember. Vél Lion Air hafði einnig verið í notkun í skamman tíma þegar hún fórst. 189 manns fórust í því slysi.

Vél Ethiopian Airlines tók á loft frá Addis Ababa klukkan 08.38 að staðartíma og náði 2.600 metra hæð áður en hún hrapaði. Aðeins sex mínútum eftir flugtak slitnaði sambandið við vélina. Ekki er vitað hvað olli slysinu en vitað er að flugstjórinn hafði beðið um leyfi til að snúa við og lenda aftur í Addis Ababa þar sem hann ætti í vandræðum með stjórn vélarinnar. Ekki er vitað hver vandamálin voru.

BBC hefur eftir Tewolde Gebremariam, forstjóra Ethiopian Airlines, að eins og staðan sé nú sé ekki hægt að útiloka neitt varðandi slysið.

Al Jazeera hefur eftir Kyla Baily, flugmanni og sérfræðingi í flugöryggismálum, að sú staðreynd að flugmaðurinn hafi náð að senda út neyðarkall geti bent til að hann hafi átt í erfiðleikum með stjórn vélarinnar og að ekki hafi orðið sprenging um borð. Hann segir að flugmenn gefi sér sjaldnast tíma til fjarskipta ef stór óhöpp á borð við sprengingar verða. Það að þeir hafi gefið sér tíma til fjarskipta er að mati Baily vísbending um að þeir hafi barist við að ná stjórn á vélinni.

AP hefur eftir Tegegn Dechasa, sem var vitni að hrapi vélarinnar, að eldur hafi logað í vélinni áður en hún skall niður. Afturhluti hennar hafi logað.

Tvö slys á fimm mánuðum

Slys gærdagsins hefur vakið upp margar spurningar innan fluggeirans um öryggi véla þessarar tegundar enda eru tvö slys á aðeins fimm mánuðum mikið umhugsunarefni.

Boeing 737 MAX  8 eru nýjustu vélarnar frá Boeing og hafa verið í notkun síðan 2017. Icelandair hefur tekið slíkar vélar í notkun og á von á fleiri slíkum á vordögum. Í heildina hafa um 350 slíkar vélar verið afhentar flugfélögum víða um heim og búið er að panta rúmlega 5.000 vélar.

Vélar af tegundinni Boeing 737 eru mest seldu farþegaflugvélar heims og taldar einar þær öruggustu í heimi. Boeing hefur nú þegar sent sérfræðinga til Eþíópíu til að aðstoða við rannsókn málsins.

Rannsókn á slysinu í október er ekki lokið og því er enn ekki vitað hvort sömu þættir hafi valdið slysunum tveimur.

Viðvörunarbjöllur glymja

CNN hefur eftir Mary Schiavo, fyrrum yfirmanni hjá bandaríska samgönguráðuneytinu og sérfræðingi í flugmálum, að það sé áhyggjuefni að tvo svona stór slys, þar sem svona nýjar flugvélar hafi komið við sögu, hafi orðið á skömmum tíma.

„Þetta er mjög grunsamlegt. Hér er splunkuný flugvélategund sem hefur hrapað tvisvar á einu ári. Þetta hringir viðvörunarbjöllum í geiranum, því svona gerist bara ekki.“

Hún benti einnig á ákveðin líkindi með slysunum. Báðar vélarnar hafi verið í eigu þekktra flugfélaga með góða sögu í öryggismálum og að báðar hafi hrapað skömmu eftir flugtak.

„Það eru of mörg líkindi til að fyllast ekki áhyggjum.“

Ethiopian Airlines tilkynnti í morgun að félagið kyrrsetji allar vélar sínar þessarar tegundar vegna slyssins. Kínversk loftferðayfirvöld hafa fyrirskipað þarlendum flugfélögum að hætta notkun Boeing 737 MAX 8 þar til ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja flugöryggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

AOC safnaði 4,7 milljónum dollara fyrir hrjáða Texasbúa

AOC safnaði 4,7 milljónum dollara fyrir hrjáða Texasbúa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull árás í friðsælli götu skyldi einn eftir látinn og þrjú alverlega slösuð – Enginn veit hvað gerðist

Dularfull árás í friðsælli götu skyldi einn eftir látinn og þrjú alverlega slösuð – Enginn veit hvað gerðist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun á Suðurskautinu – Vísindamenn þurfa að hugsa takmörk lífs upp á nýtt

Óvænt uppgötvun á Suðurskautinu – Vísindamenn þurfa að hugsa takmörk lífs upp á nýtt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera út af við mýtuna – Bakteríurnar á tannburstanum eru ekki úr klósettinu

Gera út af við mýtuna – Bakteríurnar á tannburstanum eru ekki úr klósettinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Michael Jordan gefur 10 milljónir dollara til byggingar heilsugæslustöðva í heimabæ sínum

Michael Jordan gefur 10 milljónir dollara til byggingar heilsugæslustöðva í heimabæ sínum