fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Hvað er á seyði innan sænska hersins? Leynileg samtök til rannsóknar – Hvert er markmið þeirra?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 05:59

Sænskt herskip. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tvö ár hefur sænska öryggislögreglan, Säpo, unnið að rannsókn á leynilegum samtökum sem talin eru starfa innan sænska hersins og utan hans. Rannsóknin hefur verið mjög leynileg og það var fyrst í síðustu viku sem fjölmiðlar komust á snoðir um hana. Ekki er ljóst hvaða markmið samtökin hafa eða hvaða afleiðingar starfsemi þeirra hefur haft eða mun hafa.

Það var Aftonbladet sem komst á snoðir um rannsóknina í síðustu viku. Blaðið skýrði þá frá því að yfirmaður í sjóhernum hefði verið handtekinn fyrir um ári síðan af öryggislögreglunni eftir að minnislykill með háleynilegum skjölum fannst í bakpoka hans. Í framhaldi af handtökunni var maðurinn rekinn úr hernum.

En nú hefur komið fram að handtaka yfirmannsins var aðeins lítill hluti af rannsókninni á fyrrgreindum samtökum. Aftonbladet segir að öryggislögreglan telji að tugir manna séu í samtökunum.

Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra, sagði í samtali við blaðið að honum sé kunnugt um málið en geti ekki tjáð sig um það þar sem rannsókn standi yfir.

Það eina sem saksóknarinn, sem stýrir rannsókninni, hefur látið hafa eftir sér er að „þetta snýst ekki um hryðjuverk“.

Engar aðrar upplýsingar er að fá um málið enn sem komið er því allt sem því tengist er flokkað sem ríkisleyndarmál þar sem málið tengist hernum og hernaðarleyndarmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið