fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

142.000 manns létust úr mislingum 2018

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. desember 2019 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skortur á bóluefni gegn mislingum á mörgum fátækustu svæðum heimsins á stóran þátt í að 142.000 manns létust af völdum sjúkdómsins á síðasta ári. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO. Þetta er 15% aukning frá árinu áður.

Talið er að 9,8 milljónir manna hafi smitast af mislingum á síðasta ári en það er 29% fleiri en árið á undan. Þau lönd sem hafa orðið verst úti eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Líbería, Madagaskar, Sómalía og Úkraína. Tæplega helmingur dauðsfallanna átti sér stað í þessum löndum.

Þessa dagana er það litla eyríkið Samóa í Kyrrahafinu sem er helst í fréttum vegna mislingafaraldurs en þar hafa 60 manns látist af völdum sjúkdómsins að undanförnu, flest fórnarlömbin eru ung börn. Um 200.000 manns búa á Samóa.

Í skýrslu WHO kemur fram að flest fórnarlömbin á síðasta ári hafi verið yngri en fimm ára. Þau eiga mest á hættu að smitast. Flestir ná sér á um einni viku en margir látast. Samkvæmt úttekt WHO hafa bólusetningar við mislingum nánast staðið í stað í tæplega áratug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu