Samkvæmt umfjöllun Rt.com kom spurningin henni mjög á óvart en það kom ekki í veg fyrir að hún svaraði hratt og vel.
„Mig langar að spyrja ykkur að einu . . . . Er ykkur alvara? Notið þið heilann áður en þið spyrjið svona spurninga?“
Subbotina, sem er 18 ára, hefur áður viðurkennt að hún hafi átt í óheilbrigðu sambandi við samfélagsmiðla. Þjálfari hennar hefur einnig bannað henni að birta eins mikið af myndum og áður og hún verði að gæta að hvað þær sýni mikið.
„Mér var bannað að birta myndir. Síðar urðu við sammála um að myndbirtingar myndu tengjast árangri mínum. Ef ég stend mig vel má ég birta eitthvað á Instagram.“
Sagði hún.