fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Pressan

Óttast um afdrif mörg þúsund manns í bandarískum stórborgum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 18:00

Frá New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabylgjum, sem ríða yfir Bandaríkin, hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og voru þær ansi margar síðasta sumar. Í mörgum borgum hafa verið gerðar aðgerðaáætlanir um hvernig á að koma verst settu íbúunum til aðstoðar við slíkar aðstæður. Óttast er að hitabylgjur framtíðarinnar muni koma sérstaklega illa niður á heimilislausu fólki og eldra fólki.

Í Philadelphia voru neyðarteymi að störfum í sumar til að færa heimilislausum vatn. Ef það var ekki talið duga var fólkinu boðið upp á akstur í miðstöðvar, með loftkælingu, sem var búið að koma upp. Í Austin í Texas ákváðu borgaryfirvöld að ekki yrði lokað fyrir rafmagn hjá þeim sem ekki gátu greitt rafmagnsreikninga sína.

Í borgum á borð við Dallas og Jacksonville voru engar viðbragðsáætlanir. The Guardian segir að 24 af 30 stærstu borgum Bandaríkjanna hafi verið með viðbragðsáætlanir vegna hitabylgja en aðeins 10 þeirra voru með sérstakar áætlanir fyrir þá verst settu, til dæmis heimilislausa, eldra fólk og tekjulágt fólk.

Í nýrri skýrslu „Killer heat“ (Drápshiti) sem Union of Concerned Scientists hefur gefið út segir að yfirvofandi hitabylgjur feli í sér hættu sem sé alvarlega vanmetin. Í skýrslunni kemur fram að rúmlega 90 milljónir Bandaríkjamanna muni um miðja öldina búa við að hitinn fari yfir 40 gráður í 30 daga eða fleiri á ári. Þetta verði að skoða í því ljósi að í dag séu það „aðeins“ um 900.000 manns sem búi við slíkar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðupottur í Bretlandi – Allt að 37 stiga hiti

Suðupottur í Bretlandi – Allt að 37 stiga hiti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps

Staðfest að starfsmenn Trumps aðstoða Kanye West við framboð sitt – „No comment“ segir lögmaður Trumps
Fyrir 3 dögum

Gylfi Sig við veiðar í Grímsá í Borgarfirði

Gylfi Sig við veiðar í Grímsá í Borgarfirði
Fyrir 3 dögum

Maríulaxinn í topp ánni

Maríulaxinn í topp ánni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan þrengir að Tom Hagen – Leitar til dómstóla

Lögreglan þrengir að Tom Hagen – Leitar til dómstóla
Pressan
Fyrir 5 dögum

Boeing Max vélarnar gætu hafið sig til flugs fljótlega

Boeing Max vélarnar gætu hafið sig til flugs fljótlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári