Föstudagur 24.janúar 2020
Pressan

Leggja 600 milljónir til höfuðs rússneskum glæpamanni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 22:00

Maksim Viktorovich Yakubets

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur heitið allt að 5 milljónum dollara, sem svara til um 600 milljóna íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku rússneska tölvuþrjótsins Maksim Viktorovich Yakubets. Hann er, ásamt fleiri Rússum, grunaður um að hafa staðið á bak við risastóran þjófnað í netheimum og að hafa kúgað tölvunotendur í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kostaði milljarða.

Ákæra hefur verið gefin út á hendur Maksim og Igor Olegovich Turashev, samverkamanni, hans í Bandaríkjunum.

Maksim Viktorovich Yakubets og Igor Olegovich Turashev

Þeir stýra skipulögðum glæpasamtökum sem kalla sig Evil Corp. Þetta eru samtök sem sérhæfa sig í netglæpum. Þeim hefur að sögn FBI tekist að fá rúmlega 10.000 tölvunotendur til að opna tengla og skjöl sem litu trúverðuglega út. Síðan gátu þeir tekið tölvur notendanna yfir og komist yfir bankaupplýsingar þeirra. Þannig gátu þeir millifært háar fjárhæðir yfir á eigin reikninga, meðal annars frá skóla og olíufyrirtæki.

Samtökin hafa einnig smitað mörg þúsund tölvur af spilliforritum sem læstu tölvunum. Síðan kröfðust samtökin „lausnargjalds“ sem varð að greiða með rafmyntum.

Liðsmenn samtakanna eru sagðir lifa lúxuslífi í Rússlandi og hafi meðal annars notað þýfið til að kaupa sér dýra bíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Vandinn er staðreynd.“

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Vandinn er staðreynd.“
Pressan
Í gær

Bandarískur efnahagur í hættu – Margar hættur leynast undir yfirborðinu

Bandarískur efnahagur í hættu – Margar hættur leynast undir yfirborðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að fuglaflensa sé að breiðast út í Evrópu

Útlit fyrir að fuglaflensa sé að breiðast út í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú getur hleðslutækið þitt orðið ónothæft

Nú getur hleðslutækið þitt orðið ónothæft
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn eftir að hafa játað í beinni útsendingu í sjónvarpi að hafa myrt unnustu sína

Handtekinn eftir að hafa játað í beinni útsendingu í sjónvarpi að hafa myrt unnustu sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bjóða upp á papparúm í Ólympíuþorpinu í Tókýó – Þola ágætlega kynlífsiðkun ef aðeins tveir taka þátt

Bjóða upp á papparúm í Ólympíuþorpinu í Tókýó – Þola ágætlega kynlífsiðkun ef aðeins tveir taka þátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar óhugnanlegar upplýsingar um Philip Manshaus – Drap systur sína til að „vernda“ foreldrana

Nýjar óhugnanlegar upplýsingar um Philip Manshaus – Drap systur sína til að „vernda“ foreldrana