fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Pressan

Hryllingur í Mexíkó: Níu Bandaríkjamenn myrtir – sex mæður og þrjú börn þeirra

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þrjár mæður og sex börn þeirra, voru myrt af mexíkóskum glæpasamtökum að talið er. Um var að ræða hóp bandarískra mormóna sem búsettur var í Sonora-héraði í Mexíkó, en héraðið liggur að ríkismörkum Arizona.

Fólkið var á leið í brúðkaup í gær en alls voru sautján manns á ferð í þremur bílum þegar skotárás var gerð á bílana. Sem fyrr segir létust að minnsta kosti níu manns og þá er talið að einhverra sé enn saknað.

Rhonita Maria LeBaron lést ásamt tvíburabörnum sínum sem voru sex mánaða. Tvö börn hennar til viðbótar létust einnig í árásinni, tíu og tólf ára. Mikill eldur kom upp í bifreið þeirra þegar byssukúlunum rigndi yfir hana. Staðfest hefur verið að Christina Longford Johnson, 31 árs, Dawna Ray Longford, 43 ára og tvö börn Dawnu, Trevoer og Rogan, 11 og 3 ára, hafi einnig látist.

Ekki liggur fyrir hvers vegna ráðist var á þessa tilteknu fjölskyldu eða hverjir voru að verki. Þó eru líkur taldar á því að árásin hafi átt að beinast að einhverjum öðrum.

Atvikið átti sér stað nærri bænum Bavispe en svæðið er alræmt vegna fíkniefnagengja sem berjast hatrammlega um yfirráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu

Norður-Kórea boðar frekari kjarnorkuvopnafælingu
Fyrir 2 dögum

Örtröð við Hreðavatn um helgina

Örtröð við Hreðavatn um helgina
Fyrir 5 dögum

Bubbi búinn að sjá þrjá í Laxa í Kjós

Bubbi búinn að sjá þrjá í Laxa í Kjós
Fyrir 5 dögum

Einstakt tækifæri fyrir veiðimenn

Einstakt tækifæri fyrir veiðimenn