Sunnudagur 08.desember 2019
Pressan

Einn sá færasti lést í hörmulegu slysi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brad Gobright, einn færasti klettaklifrari Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað, lést af slysförum í vikunni. Brad var 31 árs gamall og varð slysið á hinu vinsæla El Potrero Chico-svæði í Mexíkó.

Í frétt BBC kemur fram að Brad hafi verið á niðurleið ásamt félaga sínum, Aidan Jacobson, þegar lína sem þeir voru í gaf sig. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig slysið bar að en afleiðingarnar urðu þær að Brad skall til jarðar. Var fallið um 300 metrar að talið er. Aidan komst lífs af úr slysinu en hann lenti í runna á klettasyllu fyrir undan.

Brad var einkar lunkinn klifrari og stundaði hann iðju sína oftar en ekki án reipis og annars öryggisbúnaðar. Hann setti hraðamet á nokkrum leiðum, til dæmis The Nose, þekktum vegg í Yosemite-dalnum í Kaliforníu.

Alex Honnold, klettaklifrari sem fylgst var með í Óskarsverðlaunamyndinni Free Solo, minnist félaga síns með fallegum orðum. „Einstök og falleg sál og einn fárra sem ég naut þess virkilega að eyða dögunum með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Fyrir 3 dögum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum