Sunnudagur 08.desember 2019
Pressan

Slökkviliðsmaður handtekinn fyrir að kveikja gróðurelda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska lögreglan handtók á miðvikudaginn 19 ára sjálfboðaliða í slökkviliði í New South Wales en hann er grunaður um að hafa kveikt sjö elda meðfram ströndum fylkisins. Hann sneri síðan aftur til starfsfélaga sinna til að hjálpa þeim að slökkva eldana sem hann hafði kveikt.

New South Wales hefur orðið illa úti í þeim miklu gróðureldum sem herja nú á Ástralíu og hafa gert síðan um miðjan október.

Lögreglan telur að maðurinn hafi kveikt eldana og síðan farið á brott til þess að koma aftur til að slökkva þá. Yfirmaður slökkviliðs fylkisins segir að unga manninum hafi umsvifalaust verið vikið frá störfum.

„Slökkviliðsmenn eru að vonum reiðir yfir að meintar gerðir eins manns geti eyðilegt orðspor þeirra og það mikla starf sem margir hafa lagt á sig. Hegðun sem þessi eru verstu svikin við okkur slökkviliðsmenn og samfélagið í heild.“

Sagði slökkviliðsstjórinn.

Staðfest hefur verið að sex manns hafi látist af völdum eldanna, mörg hundruð heimili hafa brunnið og rúmlega 1,5 milljónir hektara hafa orðið eldi að bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Fyrir 3 dögum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum