fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Lögreglan leitar að manni sem hellir saur yfir stúdenta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 17:11

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn var ráðist á stúdínu við háskólann í Toronto í Kanada og hellt úr fullri fötu af saur yfir hana. Þetta var þriðja árásin af þessu tagi á nokkrum dögum. Árásirnar hafa orðið til þess að stúdentar veigra sér við að vera á ferð nærri háskólanum.

The Guardian skýrir frá þessu.

„Saur var hellt úr fötu yfir hana. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er viðbjóðslegt.“

Sagði David Hopkinson, lögreglumaður, við fjölmiðla.

Öll fórnarlömbin eru af asískum uppruna en lögreglan telur að tilviljun hafi ráðið því hverjir urðu fyrir valinu.

Fyrsta árásin var gerð á föstudaginn þegar svartklæddur maður með gulan hjálm gekk inn á bókasafn háskólans. Hann var með fötu fulla af saur með sér. Hann hellti úr henni yfir stúdent, hló og lét sig hverfa.

„Ég fattaði ekki strax hvaða lykt þetta var en skyndilega fattaði ég það. Lyktin fékk mann til að fella tár. Ég hélt að það myndi draga úr henni en ég og vinir mínir urðum að pakka niður og hlaupa út.“

Sagði vitni í samtali við CP24.

Á sunnudaginn fór maðurinn inn á annað bókasafn, að þessu sinni háskólabókasafnið í York. Þar hellti hann saur yfir stúdent.

Maðurinn skildi fötuna eftir í öllum tilfellunum og hefur lögreglan rannsakað þær og innihaldið en hefur ekki skýrt frá hvort um mannasaur var að ræða.

Lögreglan leitar árásarmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?