JydskeVestkysten skýrir frá þessu. Það var starfsmaður heimahlynningar, einkafyrirtækisins Kære Pleje, sem fann manninn látinn. Lögreglan var kölluð á vettvang eins og venja er þegar fólk andast utan sjúkrahúss. Lögreglan staðfesti strax að ekkert saknæmt hefði átt sér stað og lauk þar með afskiptum hennar af málinu.
En líkið var ekki fjarlægt úr íbúðinni og vilja hvorki Kære Pleje né lögreglan taka á sig ábyrgð vegna þess. Talsmaður lögreglunnar segir að samskiptavandamál virðist hafa átt sér stað en talsmaður Kære Pleje segir að fyrirtækið hafi fylgt öllum starfsreglum í málinu.