fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Árásir á gyðinga á Norðurlöndunum í síðustu viku – Telur að um samhæfðar aðgerðir hafi verið að ræða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 07:02

Norrænir nýnasistar í mótmælagöngu. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagana 9. og 10. nóvember 1938 átti hin svokallaða kristalsnótt sér stað. Þá þyrptust nasistar, stuðningsmenn þeirra og óbreyttir borgarar á götur út og réðust gegn gyðingum í Þýskalandi og Austurríki. Yfirvöld gripu ekki í taumana og fór fólk sínu fram. Þetta er talið marka upphafið að helför nasista gegn gyðingum. Fremsti sérfræðingur Norðurlandanna í málefnum hryðjuverkamanna telur hugsanlegt að hér hafi verið um samhæfðar aðgerðir að ræða.

Það vakti mikinn óhug í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnland í síðustu viku þegar skemmdarverk voru unnin á heimilum gyðinga, bænahúsum og grafstæðum þeirra aðfaranótt 10. nóvember.  Magnus Ranstorp, fremsti sérfræðingur Norðurlandanna í málefnum hryðjuverkamanna, sagði í samtali við danska dagblaðið Information að hér hafi hugsanlega verið um samhæfðar aðgerðir að ræða. Með þessu hafi öfgahægrimenn ætlað að sýna að þeir standi sterkir að vígi í löndunum fjórum og að þeir geti látið að sér kveða og það jafnvel á öflugri hátt en með þessum aðgerðum. Hann sagðist telja að Norræna mótstöðuhreyfingin hafi staðið að baki árásunum og varar við samtökunum.

Þau hafa látið aðeins á sér bera hér á landi með mótmælum og dreifingu áróðursbæklina að undanförnu.

TV2 í Danmörku hefur eftir Jacob Vullum Andersen, talsmanni Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, að samtökin hafi ekki staðið á bak við árásirnar en fór ekki leynt með að hann styðji þá sem stóðu að þeim.

„Okkur finnst jákvætt að fólk sé loksins farið að vakna og átta sig á að valdamiklir gyðingar og áhrif gyðinga í samfélaginu eru mjög skaðleg og eitthvað sem við viljum ekki.“

Danskir fjölmiðlar segja að tveir meðlimir í Norrænu mótstöðuhreyfingunni hafi verið handteknir grunaðir um að hafa unnið skemmdarverk á legsteinum gyðinga í Randers. Annar þeirra er sagður vera leiðtogi hreyfingarinnar í Danmörku. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá fannst málning heima hjá honum eins og var notuð til að skemma legsteinana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Í gær

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás