fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Tveir Norður-Kóreumenn sendir heim frá Suður-Kóreu – Myrtu 16 félaga sína

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 18:30

Kim Jong-un stýrir með harðri hendi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur norður-kóreskum karlmönnum á þrítugsaldri hefur verið vísað frá Suður-Kóreu en þangað flúðu þeir nýlega í fiskibát frá heimalandinu. Þeir sóttu um hæli en í stað þess að fá það nær umsvifalaust eins og flóttamenn frá Norður-Kóreu fá venjulega voru þeir færðir til yfirheyrslu. Ástæðan er að þeir eru grunaðir um að hafa drepið 16 félaga sína á smokkfiskveiðibátnum, sem þeir störfuðu á, til að geta síðan flúið suður á bóginn.

Suður-Kórea tekur jafnan við öllum þeim Norður-Kóreumönnum sen þangað flýja undan hungri, fátækt og kúgun. En ekki í þessu tilfelli. Talsmaður sameiningarráðuneytis landsins segir að mönnunum hafi verið vísað úr landi því þeir hafi framið alvarlegt, ekki pólitískt, afbrot og eigi því ekki lögmætan rétt á vernd.

Mennirnir voru afhentir norður-kóreskum yfirvöldum í landamærabænum Panmunjom.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun