Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Útsendari FBI hvarf árið 2007 – Nú eru komnar nýjar upplýsingar í málinu

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 11. nóvember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2007 hvarf bandarískur ríkisborgari, Robert Levinson, við dularfullar aðstæður í Íran. Robert þessi var tæplega sextugur að aldri en hann starfaði fyrir bandarísku alríkislögregluna (FBI) og fíkniefnalögregluna (DEA).

Talið er að Robert hafi verið staddur á eyjunni Kish í Persaflóa undan ströndum Írans og hann hafi verið að rannsaka mál sem varðaði umfangsmikið smygl á sígarettum og tóbaki þegar hann hvarf þann 9. mars árið 2007.  Eftir hvarf hans töldu bandarísk yfirvöld að yfirvöld í Íran hefðu haft hendur í hári hans, en stjórnvöld í Íran neituðu því staðfastlega.

Ekkert spurðist til Roberts í þrjú ár eftir hvarfið, eða allt þar til í desember 2011 að fjölskylda hans birti myndband af honum í haldi mannræningja sinna. Á myndbandinu sést hann biðla til bandarískra yfirvalda um að aðstoða við að koma honum heim.

Það var svo árið 2017 að aðstandendur Roberts stefndu íranska ríkinu fyrir aðild að hvarfi hans. Þá var málinu komið á borð vinnuhóps hjá Sameinuðu þjóðunum um mannshvörf af mannavöldum (e. Working Group – Enforced or Involuntary Disappearances).

Bandarísk yfirvöld sögðu aðstandendum Roberts að búast ekki við sérstökum viðbrögðum frá Írönum, enda hefur verið grunnt á því góða milli Bandaríkjanna og Írans undanfarin ár.

Í frétt sem Washington Post birti um helgina kom hins vegar fram að óvænt svar hafi borist frá Írönum. Svo virðist vera sem yfirvöld hafi sent umræddum vinnuhópi hjá Sameinuðu þjóðunum bréf vegna málsins. Þar kom fram að „mál væri í gangi“ hjá byltingardómstólnum í Teheran gegn Robert. Þetta er sá dómstóll sem sýslar með mál sem varða njósnir og guðlast svo dæmi séu tekin.

Í frétt Washington Post segir blaðamaðurinn Jason Rezaian að þetta séu hugsanlega „risastórar fréttir“ sem benda til þess að Íranar viti hvað gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea sviptir hulunni af nýjum bæ – Sagður „táknmynd siðmenningarinnar“

Norður-Kórea sviptir hulunni af nýjum bæ – Sagður „táknmynd siðmenningarinnar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mennirnir skotnir til bana í morgun: Grunaðir um hópnauðgun og morð

Mennirnir skotnir til bana í morgun: Grunaðir um hópnauðgun og morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skólastjóri bannar nemendunum að senda jólakort

Skólastjóri bannar nemendunum að senda jólakort
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm