fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hvað var fréttamaðurinn að gera? Rekinn umsvifalaust úr starfi

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsfréttamaður í Sacramento í Kaliforníu hefur verið rekinn úr starfi fyrir vægast sagt óboðlega hegðun á bílasýningu í borginni á dögunum.

Þeir sem eiga gamla og fágæta bíla gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þeir rispist eða dældist en umræddur sjónvarpsfréttamaður var lítið að spá í það eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem vakið hefur talsverða athygli.

Angel Cardenas var staddur á Sacramento International Auto Show þar sem gamlar glæsikerrur í bland við nýja bíla voru sýndir. Angel var þarna á vegum KDAX-sjónvarpsstöðvarinnar í Sacramento og fékk hann að kíkja á bílaflotann áður en sýningin var formlega opnuð.

Í innslagi sínu stökk Angel meðal annars upp á skottið á gulum Thunderbird en slíkt er að sjálfsögðu stranglega bannað, jafnvel dauðasynd í augum allra hörðustu bílaáhugamanna. Þá rak hann hurðina á öðrum gömlum bíl utan í hurðina á öðrum Thunderbird. Hann endaði svo innslagið á að stökkva upp á splunkunýjan Ford-jeppa.

Forráðamenn bílasýningarinnar kvörtuðu undan hegðun Angel á sýningunni og fengu þeir þau svör að hann hefði verið rekinn umsvifalaust úr starfi. Stacey Castle Bascom, framvæmdastjóri sýningarinnar, segir að sem betur fer hafi enginn bílanna skemmst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“