fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Hvað var fréttamaðurinn að gera? Rekinn umsvifalaust úr starfi

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsfréttamaður í Sacramento í Kaliforníu hefur verið rekinn úr starfi fyrir vægast sagt óboðlega hegðun á bílasýningu í borginni á dögunum.

Þeir sem eiga gamla og fágæta bíla gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þeir rispist eða dældist en umræddur sjónvarpsfréttamaður var lítið að spá í það eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem vakið hefur talsverða athygli.

Angel Cardenas var staddur á Sacramento International Auto Show þar sem gamlar glæsikerrur í bland við nýja bíla voru sýndir. Angel var þarna á vegum KDAX-sjónvarpsstöðvarinnar í Sacramento og fékk hann að kíkja á bílaflotann áður en sýningin var formlega opnuð.

Í innslagi sínu stökk Angel meðal annars upp á skottið á gulum Thunderbird en slíkt er að sjálfsögðu stranglega bannað, jafnvel dauðasynd í augum allra hörðustu bílaáhugamanna. Þá rak hann hurðina á öðrum gömlum bíl utan í hurðina á öðrum Thunderbird. Hann endaði svo innslagið á að stökkva upp á splunkunýjan Ford-jeppa.

Forráðamenn bílasýningarinnar kvörtuðu undan hegðun Angel á sýningunni og fengu þeir þau svör að hann hefði verið rekinn umsvifalaust úr starfi. Stacey Castle Bascom, framvæmdastjóri sýningarinnar, segir að sem betur fer hafi enginn bílanna skemmst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu