fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Telja að heitu pottarnir séu sökudólgurinn: Tveir látnir og yfir hundrað veikir

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 11. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir eru látnir og 134 veikir, sumir alvarlega, eftir tiltölulega saklausa heimsókn á vörusýningu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum á dögunum þar sem heitir pottar voru meðal annars til sýnis.

Vörusýningin, North Carolina Mountain State Fair, fór fram í bænum Fletcher dagana 6. til 15. september síðastliðinn. Eftir vörusýninguna fór að bera á alvarlegri lungnapest meðal þeirra sem heimsóttu sýninguna. Rannsókn leiddi í ljós að um hermannaveiki var að ræða og telja sérfræðingar nú að sýkingin eigi rætur að rekja til heitu pottanna sem voru til sýnis.

Heimkynni bakteríunnar er í vatni og er kjörhitastig hennar 30 til 40 gráður. Hún er býsna hörð af sér og getur lifað í hærri og lægri hita árum saman og sest oftar en ekki í pípulögnum þar sem hún fær ágætan frið. Bakterían getur verið hættuleg, sérstaklega hjá þeim sem eru með undirliggjandi áhættuþætti, en þó geta fullfrískir einstaklingar fengið bakteríuna án þess að veikjast.

Í frétt CNN sem fjallar um málið kemur fram að ítarleg rannsókn hafi leitt í ljós að þeir sem veiktust áttu það sameiginlegt að hafa komið í námunda við heitu pottana á vörusýningunni. Þá leiddu sýnatökur í ljós að bakterían var í umræddum pottum. 88 einstaklingar frá nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa verið lagðir inn á spítala en alls hafa 134 tilfelli hermannaveiki greinst. Tveir eru látnir af völdum sýkingarinnar.

Aðstandendur þeirra sem létust og veiktust hafa kallað eftir því að einhver verði látinn sæta ábyrgð vegna málsins. Um hafi verið að ræða stórkostlegt gáleysi sem endurspeglast í fjölda tilfella. „Allir sem framleiða heita potta og selja þá eiga að vita að heimkynni bakteríunnar eru í vatni,“ segir Matt Wetherington, lögfræðingur fjölskyldnanna sem hyggjast sækja rétt sinn í málinu.

Heilbrigðisyfirvöld hafa hvatt þá sem fóru á sýninguna og veiktust í kjölfarið að hafa samband við lækni. Mögulegt sé að fleiri séu veikir, haldandi að þeir séu með slæma flensu, án þess að gera sér grein fyrir því að um hermannaveiki sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun