fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Pressan

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. október 2019 07:00

Tyrkneski forsetinn. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekrem Imamoglu, hinn nýi borgarstjóri í Istanbúl, hefur ekki setið lengi í embætti en hann hefur nú þegar sýnt að hann ætlar ekki að láta Erdogan forseta vaða uppi. Eimamoglu hefur nú ýtt herferð gegn spillingu úr vör og er henni beint sérstaklega gegn Erdogan.

Nýlega var 730 fyrirtækjabílum stillt upp í raðir á einu stærsta torgi borgarinnar. Þetta var sérstök og beinskeitt kveðja frá Imamoglu til Erdogan. Þetta var hugsað sem pólitískt herbragð en um leið pólitísk stríðsyfirlýsing. Imamoglu hefur lýst því yfir að hann ætli að taka á þeirri spillingu og frændhygli í Istanbúl sem hann segir að AKP, flokkur Erdogan, hafi stundað þar áratugum saman.

Umræddir fyrirtækjabílar, í allt 1.247 talsins, hafði AKP látið tryggum flokksmönnum og mikilvægu fólki í borginni í té. Fyrirtæki, nátengd AKP, fengu einnig bíla á leigu á mjög hagstæðum kjörum. Allt þetta var gert á kostnað borgarinnar. Í kjölfar sigurs Imamoglu yfir AKP í kosningunum í júní hefur hann hafið baráttu gegn spillingu og frjálslegri meðferð opinberra fjármuna sem hann segir AKP hafa stundað í borginni undanfarin 25 ár.

Miðað við framgöngu hans á fyrstu mánuðunum í embætti þarf kannski ekki að undra að Erdogan hafi reynt allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir að Imamoglu sigraði í kosningunum. Istanbúl er stærsta borg landsins, þar býr fimmtungur landsmanna.

Erdogan lét kjörstjórn ógilda niðurstöður kosninganna í borginni í mars en þá hafði Imamoglu nauman sigur yfir AKP. Í nýjum kosningum í júní vann CHP, flokkur Imamoglu, yfirburðasigur. Imamoglu lýsir sjálfum sér sem algjörri andstæðu einræðisherrans Erdogan.

Bílunum var stillt upp á hinu risastóra Yenikapitorgi sem er nærri höfninni. Torgið er eitt þeirra minnismerkja sem Erdogan lét reisa um sjálfan sig þegar hann var borgarstjóri í Istanbúl. Hann ávarpaði einnig stuðningsmenn sína í fyrsta sinn á torginu eftir hina misheppnuðu valdaránstilraun 2016. Það er því talin bein ögrun við Erdogan að borgarstjórinn lét stilla bílunum upp á þessu torgi.

Margir borgarbúar hafa lagt leið sína á torgið til að skoða bílana. Þeir hafa einnig tekið eftir því mörg trúarsamtök og sjóðir, sem tengjast AKP nánum böndum, hafa verið sviptir styrkjum frá borgarsjóði vegna gruns um spillingu og skattsvik. Einum stærstu samtökunum er sonur Erdogan í stjórn og í öðrum sem Erdogan stofnaði sjálfur fyrir 20 árum er dóttir hans í stjórn.

Borgin hefur hætt að styrkja þessi sjóði um sem nemur sem svarar til um níu milljarða íslenskra króna eftir að Imamoglu komst til valda. Fjölmiðlar hafa sumir hverjir einnig farið illa út úr þessu því miðlar sem tengjast Erdogan sterkum böndum hafa misst góða auglýsingasamninga við borgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Konráð er fundinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér fyrir það sem hún gerði fyrir 32 árum

Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér fyrir það sem hún gerði fyrir 32 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skaut barnabókahöfund og lést við flótta undan lögreglu

Skaut barnabókahöfund og lést við flótta undan lögreglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“