fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Pressan

Bæjarstjóri stóð ekki við kosningaloforð: Brjálæðir íbúar refsuðu honum grimmilega

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorge Luis Escandón Hernández, bæjarstjóri Las Margaritas í Chiapas-héraði í Mexíkó, má teljast heppinn að vera á lífi eftir að æstir íbúar bæjarins ruddust inn á bæjarskrifstofuna, drógu hann út úr byggingunni og bundu hann við bifreið áður en þeir óku af stað með hann í eftirdragi.

BBC greinir frá þessu og segir að bæjarbúar, einhver hluti þeirra að minnsta kosti, hafi verið búnir að fá nóg af sviknum kosningaloforðum hans. Þannig hafi hann lofað að gera endurbætur á vegum í bænum í aðdraganda síðustu kosninga en ekki staðið við stóru orðin.

Bæjarbúar ákváðu að veita Jorge makleg málagjöld og leyfa honum að kynnast því á eigin skinni hversu slæmir vegirnir eru. Þeir bundu hann við bifreið og drógu hann eftir götu.

Nokkrir slösuðust þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu um það leyti sem bæjarstjórinn var numinn á brott. Sem betur fer slasaðist Jorge ekki alvarlega en hann kveðst ætla að leggja fram kæru fyrir mannrán og tilraun til manndráps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu
Pressan
Í gær

Segir að krafturinn sé að fara úr kórónuveirunni

Segir að krafturinn sé að fara úr kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að á næsta áratug finnist líf utan jarðarinnar

Telja að á næsta áratug finnist líf utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ljúga yfirvöld í Mexíkó til um fjölda látinna af völdum COVID-19?

Ljúga yfirvöld í Mexíkó til um fjölda látinna af völdum COVID-19?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Facebook ætlar að leyfa helmingi starfsfólks að vinna heima – En það verður ekki ókeypis

Facebook ætlar að leyfa helmingi starfsfólks að vinna heima – En það verður ekki ókeypis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Matt Damon fastur á Írlandi í heimsfaraldrinum – Bæjarbúar hjálpuðu honum að forðast fjölmiðla

Matt Damon fastur á Írlandi í heimsfaraldrinum – Bæjarbúar hjálpuðu honum að forðast fjölmiðla