fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Vilja hætta að kalla Holland Holland

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 06:30

Hollendingar eru hávaxnastir allra þjóða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenska ríkisstjórnin og mörg hollensk samtök og stofnanir vilja að hætt verði að kalla landið Holland og að í staðinn verði notast við heitið Niðurland. Ástæðan er að talið er að orðið Niðurland bæti ímynd landsins á erlendum vettvangi.

Hollenska blaðið De Volkskrant skýrir frá þessu. Holland er notað sem heiti á landið á mörgum tungumálum, til dæmis íslensku. En sumstaðar er talað um the Netherlands/Niðurland og það þurfum við kannski að fara að temja okkur.
Nafnið Holland vísar til tveggja af tólf héruðum landsins, Noord-Holland og Zuid-Holland.

Fram kemur að það að fólk segist vera frá Hollandi gefi til kynna klisjufyllta mynd af túlipönum, vindmylum, osti og hassi að mati hollenska utanríkisráðuneytisins. Þetta vilja Hollendingar binda endi á og því á aðeins að vísa til Niðurlands í framtíðinni.

Ráðuneytið telur að nafnið Holland sé ekki sérstaklega hentugt þegar reynt er að fá ferðamenn til að heimsækja aðra staði en Amsterdam. Orðið Holland varð fyrir valinu í opinberri markaðssetningu á sínum tíma vegna þess að það þykir þjálla á tungu en að segja Niðurland.

Samtök ferðaþjónustunnar þar í landi virðast vera sammála því að leggja eigi áherslu á hina niðurlensku ímynd en ekki hollensku til að efla ferðamannaiðnaðinn.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Hollandi/Niðurlandi á næsta ári og á að reyna að nota keppnina til að koma „nýja“ nafninu á kortið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu