fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Er þetta ein besta blekking síðari tíma? Vildu fjölmiðlar ekki afhjúpa málið?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 07:47

Jeanne Calment.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jeanne Calment lést árið 1997 var hún heimsþekkt. Þessi 122 ára og 164 daga franska kona var þá elsta manneskjan sem vitað var um að hefði nokkru sinni lifað. Met hennar hefur ekki enn verið slegið. En var þetta í raun og veru ein stór blekking sem gekk svo vel upp að heimsbyggðin trúði á hana og hefur gert allar götur síðan 1997?

Vísindamenn hafa nú velt þessari spurningu upp að sögn The Times. Það eru rússneskir vísindamenn sem telja að þetta aldursmet sé ekkert annað en vel útfært svindl. Þeir segja að Jeanne Calment hafi ekki verið sú sem hún sagðist vera.

Þeir telja að Jeanne Calment hafi látist 1934 en þá hafi dóttir hennar, Yvonne, tekið við „hlutverki“ hennar og notað nafn móður sinnar til að stunda skattsvik. Jeanne Calment og eiginmaður hennar, Fernand, áttu fyrirtæki þegar hún „lést“ 1934. Til að þurfa ekki að greiða erfðaskatt af 38 prósenta hlut Jeanne í fyrirtækinu sagði Fernand yfirvöldum að það væri dóttir hans, Yvonne, sem hefði látist. Yvonne tók þá við hlutverki móður sinnar og lifði sem Jeanne Calment til æviloka.

Þetta er að minnsta kosti kenning rússneska ættfræðingsins Yuri Deigin en hann hefur kafað ofan í mál Calment. Rússneski stærðfræðingurinn Nikolay Zak tekur undir sjónarmið hans og það gerir einnig Valery Novoselov sem er öldrunarsérfræðingur.

Ef kenning þeirra er rétt þá var Jeanne Calment eða öllu heldur Yvonne dóttir hennar „aðeins“ 100 ára þegar hún lést og það er auðvitað ekki svo merkilegt því fjöldi fólks nær þeim áfanga að verða 100 ára.

Jeanne Calment á efri árum.

Frakkar eru margir hverjir allt annað en sáttir við kenningu Rússanna og segir Jean-Marie Robine, rannsóknarstjóri hjá frönsku lýðheilsustofnuninni, að kenningin sé „fantasía“. The Times hefur eftir honum að aldrei hafi verið gerðar meiri rannsóknir til að staðfesta aldur einhvers og ekkert hafi komið fram við þær rannsóknir sem hafi vakið upp efasemdir um aldur Jeanne Calment.

Nicolas Brouard, rannsóknarstjóri hjá frönsku mannfjöldastofnuninni, er þó ekki eins neikvæður í garð kenningar Rússanna og segir að hún sé áhugaverð og veiti tilefni til frekari rannsókna til að hægt verði að skera úr um málið í eitt skipti fyrir öll. Hann segir að margt mæli með því að lík Jeanne og Yvonne Calment verði grafin upp til að hægt sé að rannsaka þau.

Ef sannast að Rússarnir hafi rétt fyrir sér mun hin bandaríska Sarah Knauss taka við metinu sem elsta manneskja sem lifað hefur en hún varð 119 ára og 97 daga.

Þá hefur því verið haldið fram um hríð að margir franskir fjölmiðlar hafi lengi vitað af þessum efasemdum um hvort Jeanne Calment hafi raunverulega orðið svona gömul en hafi ekki talið málið þess virði að kafað væri ofan í það. Hvort það tengist þjóðarstolti eða einhverju öðru skal ósagt látið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug