fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Fólk tók uppátæki hjúkrunarfræðingsins mjög vel – „Eftir fyrstu vikuna fjölgaði fylgjendunum skyndilega“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 07:01

Tunna full af smokkum. Mynd úr safni. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar fékk hjúkrunarfræðingurinn Inger Bjønnes í Bykle í Noregi, snilldarhugmynd um hvernig hægt væri að dreifa smokkum. Þegar hún kom úr fríi höfðu bæði stórir og smáir nýtt tilboð hennar, yfir 200 smokkum hafði verið komið til þeirra sem á þurftu að halda. Í Bykle búa um 900 manns og aðeins er hægt að kaupa smokka á tveimur stöðum. Inger segir að það sé auðveldara að vera nafnlaus þegar maður býr í stórum bæ. Í Bykla séu aðeins tvær verslanir og það geti verið hindrun þegar kemur að því að kaupa smokka. Hún segist sjálf verða vandræðaleg þegar hún kaupi smokka og heldur að hún hefði ekki keypt þá sjálf hefði hún ekki verið fullorðin.

Henni datt því í hug að koma smokkum fyrir víða úti í skógi þannig að fólk gæti nálgast þá án þess að aðrir tækju eftir. Hún segir einnig að það sé afar mikilvægt að nota smokkinn, það hafi orðið mikil aukning á kynsjúkdómum í Noregi á undanförnum árum.

„Það var mjög spennandi að byrja á þessu verkefni. Ég birti fimm færslur á Snapchat í sumar með vísbendingum um hvar hægt væri að finna smokka í ró og næði. Eftir fyrstu vikuna fjölgaði fylgjendunum skyndilega“, segir Inger.

Inger hefur trú á því að verkefnið hafi haft þau áhrif sem ætlað var. Hún heldur að það hafi ekki bara verið börn sem notuðu smokkana sem blöðrur sem fundu þá, heldur hafi það verið unga fólkið sem verkefnið átti að hjálpa sem fann þá.

Hrósað af fagfólki

Hjúkrunarfræðingurinn hefur fullan stuðning félags hjúkrunarfræðinga. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að hún hafi verið hugrökk og hafi ekki verið hrædd við að prófa eitthvað nýtt sem sé gott fyrir þróun fagsins. Fagið þurfi á ólíkum hjúkrunarfræðingum að halda til þess að hægt sé að ná til sem flestra.

Vonast til þess að fleiri bætist í hópinn

„Ég hef fengið fjölmörg skilaboð frá öðrum hjúkrunarfræðingum sem finnst þetta mjög sniðugt. Þetta er aðeins öðruvísi leið til þess að gera hlutina. Það væri frábært ef fleiri hjúkrunarfræðingar myndu taka upp þessa aðferð“, segir Inger.

Hún gerir sér grein fyrir því að hjúkrunarfræðingar þurfi að laga sig að því tngumáli sem unga fólkið notar.

„Það er eins og það hafi orðið kynslóðaskipti í faginu. Við höfum uppgötvað nýjar aðferðir til að ná til unga fólksins. Við erum búin að færa okkur úr myrkruðu kjallaraherbergjunum, hvert unga fólkið leitaði þegar það var í vanda. Þegar maður vinnur með ungu fólki verður maður að nýta samskiptaleiðir þeirra“, segir Inger. Hún hefur það á tilfinningunni að unga fólkið eigi auðveldara með að hafa samband í gegnum Snapchat.

Ferðamenn nýta tilboðið

Bykle er lítið bæjarfélag og skipta ferðamenn miklu máli, samkvæmt Inger hafa ferðamenn verið meðal þeirra sem hafa sótt sér smokka. Hún segir að ferðamenn séu meðal þeirra sem fylgja henni á Snapchat og þeir hafi skrifað athugasemdir við færslurnar.

Einu neikvæðu viðbrögðin sem Inger hefur fengið snúa að áhyggjum fólks af rusli, en hún segir að það hafi ekki verið neitt rusl, ekki einu sinni pokarnir sem smokkarnir voru geymdir í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku