fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 07:00

Frida Wallberg. Mynd:Wikimedia Commons/Frankie Fouganthin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin sænska Frida Wallberg keppti um WBC titilinn í ofurfjaðurvigt kvenna í hnefaleikum þann 14. júní 2013 sló andstæðingur hennar hana í rot. Hún var við dauðans dyr en læknum tókst að bjarga lífi hennar. Á meðan hún lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi voru bankareikningar hennar tæmdir og þegar hún komst til meðvitundar átti hún ekki grænan eyri.

Henni hefur tekist að ná töluverðum bata og getur nú gengið, borðað og talað á nýjan leik en glímir enn við mörg vandamál. Þetta kemur fram í viðtali Aftonbladet-tv við hana. Þar segir hún að líðan hennar sé mjög misjöfn á milli daga, hún viti aldrei hvernig morgundagurinn verður. Hún verði sífellt að gæta að sér og tryggja að hún fái næga hvíld. Þessi 36 ára fyrrum hnefaleikakona er með stöðugan höfuðverk eftir höggið örlagaríka og mun hann fylgja henni til æviloka.

Það var hin ástralska Diana Prazak sem veitti henni hið örlagaríka vinstrihandar högg í áttundu lotu. Frida var strax flutt á sjúkrahús og hefur barátta hennar verið erfið eftir þetta og er hún fjarri því að hafa náð fullri heilsu. Í janúar hneig hún niður og var flutt í skyndi á sjúkrahús og hún veit aldrei hvenær næsta áfall ríður yfir. Hún segist þó ekki sjá eftir að hafa stundað hnefaleika, líf hennar hafi snúist um þá.

Hún var á góðri leið á toppinn þegar höggið reið yfir. Hún hafði þénað háar upphæðir en þær hurfu allar eins og fyrr sagði á meðan hún lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Þjálfarar hennar, umboðsmenn og mótshaldarar höfðu látið greipar sópa því þeir vildu fá sinn hluta af kökunni. Óþekktur velgerðarmaður gaf henni stóra upphæð sem gerði hana skuldlausa og gerði henni kleift að komast í gegnum hið daglega líf með dóttur sinni, sem var sex ára þegar höggið reið af, og syni sem kom síðar til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“