fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Emma faðmaði unnustann og bjargaði lífi hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. júní 2019 07:00

James og Emma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Emma Mayor, 20 ára, komst í samband við James Catlow, 21 árs, í gegnum Tinder hófust samskipti þeirra á milli og þau fóru saman á stefnumót. Emma notaði Tinder bara í gríni en fljótlega tengdi appið hana við James. Það varð honum væntanlega til lífs.

Þau höfðu þekkst í um fimm mánuði þegar Emma bjargaði lífi hans. Þegar hún faðmaði hann dag einn fann hún klump í baki hans. Hún linnti ekki látum fyrr en hann fór til heimilislæknisins síns í skoðun. Í umfjöllun Mirror er haft eftir James að hann hafi talið þetta vera blöðru en hafi þó verið meðvitaður um að þetta gæti verið eitthvað alvarlegra og það var raunin.

Hann greindist með Ewing‘s Sarcoma sem er sjaldgæf tegund krabbameins. James gekkst undir 13 mánaða langa meðferð við krabbameininu. Hluta hennar þurfti hann að gangast undir í Bandaríkjunum en hann býr á Englandi. Hann hefur nú verið útskrifaður og er sagður laus við krabbameinið.

„Ég hafði bara þekkt James í fimm mánuði þegar ég fann æxlið. Vinir mínir höfðu skráð mig á Tinder í gríni. James er alltaf að segja mér að ég hafi bjargað lífi hans. Ef það er rétt það bjargaði ég ekki bara honum heldur framtíð okkar beggja.“

Sagði Emma.

James var einkennalaus þegar Emma fann æxlið í nóvember 2017. Hann lifði sínu lífi á eðlilegan hátt án þess að vita að krabbameinið hafði grafið um sig í líkama hans. Ewing‘s Sarcoma er sjaldgæf tegund krabbameins sem leggst á bein eða mjúkvef líkamans. Það átti upptök sín í rifbeini. Það er aðallega ungt fólk og unglingar sem greinist með þessa tegund krabbameins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða