fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Pressan
Þriðjudaginn 7. maí 2024 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hústökufaraldur geisar í Bandaríkjunum og löggjafar fjölda ríkja eru nú farnir að láta málið til sín taka svo hægt sé að koma í veg fyrir að eignaréttur fasteignaeigenda fari forgörðum. Eða svo má ráða af þeim mikla fréttaflutningi af hústökumálum undanfarna mánuði. En er hér um raunverulegan faraldur að ræða eða er verið að gera úlfalda úr mýflugu til að hvetja fólk til að kjósa til hægri í komandi forsetakosningum?

Fjölmargir fasteignaeigendur hafa þurft að ráðast í kostnaðarmikil málaferli til að koma óboðnum gestum út úr eignum sínum. Má rekja stöðuna að einhverju leyti til laga sem komið var á í faraldri Covid til að verja réttindi leigjenda. Með þessi lög að vopni hefur hústökufólk laumað sér inn í tómar eignir, síðan falsar það leigusamning til að koma í veg fyrir útburð.

Eigendur hafa þurft að leita með málin fyrir dóm sem er tímafrekt ferli. Á meðan getur hústökufólk selt allt innan úr húsunum sem hægt er að koma í verð, breytt húsnæðinu í fíkniefnabæli og jafnvel notað sem miðstöð glæpastarfsemi. Loks þegar eigendum tekst að fá eignir sínar aftur hleypur tjónið gjarnan á milljónum þegar tekinn er saman málskostnaður og eignatjón.

Fólkið er hrætt

Ferlið við hústökuna þótti auðvelt og skýrt. Einn hústökumaður varð frægur á samfélagsmiðlum fyrir að gefa út ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt væri að ná umráðum mannlausra húsa.

„Fólk er hrætt, sérstaklega eldri íbúar,“ sagði þingmaður í New York. „Við erum með marga íbúa sem skella sér kannski til Flórída í mánuð yfir veturinn sem óttast nú að skilja hús sín eftir. Sumir segjast jafnvel stressaðir að leyfa fólki að gista hjá sér í lengri tíma ef viðkomandi er ekki náinn fjölskyldumeðlimur.“

Umdeildu lögin kváðu á um að ef hústökufólk hefur dvalið óáreitt í húsnæði í tiltekinn tíma þá öðlist þau réttindi sem leigjendur. Bara í Atlanta voru skráð 1.200 hústökumál á síðasta ári. Ítrekað hefur komið til átaka meðal hústökufólks og fasteignaeigenda.

Þær lagabreytingar sem nú eiga sér stað miða að því að skilgreina hústökufólk heldur sem húsbrotsfólk. Þar með sé skýrt kveðið á um að ástandið sé ólögmætt og ekki hægt að byggja á því réttindi. Sé aðili sakaður um hústöku fær viðkomandi þrjá daga til að færa sönnur á lögmætri búsetu. Takist viðkomandi ekki slík sönnun má hann eiga yfir höfði sér ákæru og eftir atvikum refsingu.

Í Flórída er gengið svo langt að heimila lögreglu að bera hústökufólk og eigur þeirra út. Eins er lögreglu heimilt að handtaka þá sem ekki sýna samstarfsvilja.

Þessum breytingum hafa ekki bara fasteignaeigendur fagnað heldur eins fasteignasalar sem ítrekað lentu í því að sitja uppi með hústökufólk ef þeim tókst ekki að selja hús nægilega hratt. Svo virðist sem að hústaka sé orðið að skipulagðri starfsemi í sumum ríkjum þar sem hústökufólk hefur verið  handtekið við húsbrot og í fórum þeirra finnast listar yfir mannlaus húsnæði á svæðinu.

Covid-lögin áttu að sporna við auknu heimilisleysi. Löggjafinn óttaðist að þegar leigjendur gætu ekki staðið við samninga myndu þeir enda á götunni. Því voru skilyrði fyrir útburði hert verulega til að skapa svigrúm í fordæmalausum heimsfaraldri. Eins voru til staðar lög frá efnahagshruninu 2008 þegar fjöldi eigna fór á nauðungarsölu sem hafa spilað inn í þessa stöðu sem og hækkandi húsnæðis- og leiguverð. Fjöldi fólks hafi ekki efni á því að leigja eða geti ekki leigt sökum sakaferils. Þessir einstaklingar hafi gripið til hústöku.

Þingmaður í Georgíu segir að hústöku fylgi gjarnan mikil glæpastarfsemi sem sé nú að færast inn í rótgróin fjölskylduhverfi. Vandann megi eins rekja til þess að fjöldi eigna er að safnast á fáar hendur.

„Fólk hefur ekki efni á húsi og þau flytja út, og svo höfum við þessi stóru fasteignafélög sem hafa keypt upp svo margar eignir en hafa ekki reynslu af því að vera leigusalar. Þeir kunna ekki að vera leigusalar. Þeir ráða ekkert við þennan mikla fjölda eigna og ég held að hústökufólk viti það.“

Raunverulegur faraldur eða úlfaldi úr mýflugu?

En er hér verið að gera mikið mál um fáum tilfellum eða er um raunverulegan faraldur að ræða? Sumir halda því fram að hér séu stjórnmálamenn á hægri vængnum að gera úlfalda úr mýflugu. Washington Post birti á dögunum úttekt þar sem rætt var við sérfræðinga sem sögðu að í raun væri hér enginn vandi á ferðum. Ef tekið sé saman sá gífurlegi fjöldi fasteigna sem stendur auður í samanburði við fjölda hústökumála þá hlutfallið hlægilega lágt. Raunverulegar tölur um hústöku séu ekki teknar saman í miðlægum gagnagrunnum. Með því að vekja mikla athygli á þeim fáu dæmum sem eru um raunverulega hústöku þá sé hægt að láta það líta út sem að um stórt vandamál sé að ræða.

Mögulega megi rekja umræðuna til forsetakosninganna sem fram undan eru. Hægri sinnaðir haldi því fram að núverandi stjórn Joe Biden hafi opnað landamæri Bandaríkjanna upp á gátt fyrir innflytjendum sem séu svo að brjótast inn í fasteignir og svipta eigendur umráðum þeirra. Núverandi forseti sé í raun að leyfa innflytjendum að stela fasteignum af löghlýðnum Bandaríkjamönnum.

„Frásagnir um fjölgun hústökufólks er orðræða eða áróður sem er verið að nota til að berjast gegn réttindum leigjenda,“ segir lagaprófessorinn Brandon Weiss. Hart hafi verið barist undanfarin misseri fyrir auknu húsnæðisöryggi en með þessum fréttaflutningi sé verið að mála leigusala sem fórnarlömb leigjenda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því