fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Pressan

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti

Pressan
Miðvikudaginn 8. maí 2024 07:30

Pasta er ætlað til matar, ekki til að kasta í ökumenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðin fer misjafnlega í fólk og sumir missa hreinlega stjórn á skapi sínu ef hlutirnir eru ekki alveg eftir þeirra höfði. Það var það sem gerðist í síðustu viku þegar Nolan Goins, 46 ára, var handtekinn í Flórída eftir að hann missti stjórn á skapi sínu.

Hann ók eftir Park Street, nærri Bay Pines Boulevard í St Petersburg, um klukkan 21 að kvöldi þegar hann mætti bíl og fannst Goins aðalljós bifreiðarinnar glampa of mikið of trufla hann við aksturinn.

Goins gerði sér lítið fyrir og kastaði „pasta með sósu“ út um hægri framgluggann og lenti það á ökumanni hinnar bifreiðarinnar. Pastað lenti á handlegg, fótum og efri hluta líkama ökumannsins en hann slasaðist ekki.

Þegar lögreglan handtók Goins voru pastasósublettir á hægri ermi skyrtu hans.

Honum var sleppt daginn eftir gegn greiðslu 1.000 dollara tryggingar.

En pasta kom við sögu í öðru álíka máli viku áður. Það var í Indianapolis. Ökumaður,  barnshafandi kona, tilkynnti lögreglunni að kona, sem ók stórri GMC bifreið, væri að elta hana og veifaði skammbyssu.

Konan var sögð hafa verið nærri því að aka á bifreið þeirrar barnshafandi og hafi elt hana að næstu gatnamótum þar sem hún kastaði spagettíi inn um opinn glugga bifreiðarinnar.

Pastakastarinn var handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir
Pressan
Í gær

Vendingar í máli móðgaða afans – Barnabörnin sitja eftir stórskuldug

Vendingar í máli móðgaða afans – Barnabörnin sitja eftir stórskuldug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Petit fjölskyldumorðin – Húsbrot, þrefalt morð og faðirinn sem lifði af

Petit fjölskyldumorðin – Húsbrot, þrefalt morð og faðirinn sem lifði af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Breskur skurðlæknir sendur í leyfi – Ákvað upp á sitt einsdæmi að laga „skrýtinn“ lim tólf ára drengs samhliða kviðslitsaðgerð

Breskur skurðlæknir sendur í leyfi – Ákvað upp á sitt einsdæmi að laga „skrýtinn“ lim tólf ára drengs samhliða kviðslitsaðgerð
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA ætlar að koma upp sviflest á tunglinu

NASA ætlar að koma upp sviflest á tunglinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng