fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum

Pressan
Mánudaginn 6. maí 2024 07:30

Christine Wilson. Mynd:Massachusetts State Lottery

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Christine Wilson sé ljónheppin kona. Á 10 vikna tímabili fékk hún tvisvar sinnum 1 milljón dollara, sem svarar til um 140 milljóna íslenskra króna, í lottóvinninga í ríkislottóinu í Massachusetts.

Sky News segir að í febrúar hafi hún fengið fyrri milljónina á miða í „Lifetime Millions“ lottóinu en miðinn í því kostar 50 dollara.

Í síðustu viku vann hún aðra milljón þegar hún keypti sér miða í „100X Cash“ lottóinu en miðinn í því kostar 10 dollara.

Í báðum þessum lottóum er um skafmiða að ræða.

Vinningarnir eru venjulega greiddir út yfir langt árabil en vinningshafarnir geta þó valið að fá þá greidda út í einu lagi en þá lækkar vinningsupphæðin töluvert. Wilson valdi þennan kost í báðum tilfellum og fékk 650.000 dollara greidda í hvort skipti.

Þegar hún vann í fyrra skiptið sagðist hún hafa í hyggju að kaupa sér nýjan bíl. Hvað varðar seinni vinninginn sagði hún að hann yrði notaður til að koma upp sparnaðarreikningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“