fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Er þetta maðurinn sem rændi Madeleine McCann? Nafngreindur í breskum fjölmiðlum í dag – Hugsanleg tengsl við barnaníðingshring

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. maí 2019 07:25

Madeleine, Ney og tölvugerð mynd af ræningja Madeleine.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í DV í gær þá liggur nýr maður undir grun um að hafa rænt Madeleine McCann, þá þriggja ára, úr sumarleyfisíbúð foreldra hennar í Algarve í Portúgal í maí 2007. Breskir fjölmiðlar fjalla að vonum mum málið í dag og hafa nokkrir þeirra nú nafngreint manninn. Hann þykir líkjast manni sem sást nærri íbúð McCann hjónanna fyrir 12 árum.

Maðurinn heitir Martin Ney og er 48 ára. Hann afplánar nú lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu, Þýskalandi, fyrir að hafa myrt þrjú börn. Hann er þekktur undir heitinu „Grímuklæddi maðurinn“ og þykir líkjast mjög tölvugerðri mynd af manni sem er sagður hafa sést með barn í fanginu skömmu eftir að Madeleine hvarf.

Teikning af Ney grímuklæddum.

Ney, sem er frá Hamborg, einbeitti sér að börnum sem voru í fríi. Hann réðist inn í tjöld þeirra eða sumarhús vopnaður hnífi og grímuklæddur. Scotland Yard nefndi hann til sögunnar sem grunaðan í máli Madeleine 2011 en lögreglan í Berlín sagði að það passaði ekki því Ney hefði aðeins áhuga á drengjum.

Mirror hefur eftir heimildamönnum að lögreglumenn telji sig nú hafa gögn sem tengi Ney við hvarf Madeleine. Hann starfaði í Portúgal á þessum tíma fyrir lúterska kirju sem vann að verkefnum tengdum heimilislausu fólki þar í landi.

Tölvugerð mynd af manni sem sást með barn í fanginu skammt frá íbúð McCann-hjónanna.

Ney var fundinn sekur um morð á þremur drengjum 2011. Fórnarlömb hans voru á aldrinum 9 til 13 ára. Ney var spurður út í hvarf Madeleine í tengslum við morðmálin en hann neitaði alfarið að tengjast því.

Martin Ney.

Ekki er talið útilokað að Ney hafi tengst barnaníðingshring sem lét að sér kveða í Algarve á þeim tíma þegar Madeleine hvarf.

Raymond Hewlett, breskur ríkisborgari, bjó skammt frá íbúðinni sem Madeleine hvarf úr á sínum tíma. Hann var þekktur barnaníðingur og var í kastljósi rannsóknar lögreglunnar um tíma. Bresk hjón sögðu lögreglunni að Hewlett hefði sagt þeim að hann hefði rætt við Rómafólk sem hefði haft áhuga á að kaupa börn. Hjónin sögðu að Hewett hefði stært sig af að hafa farið í „viðskiptaferð“ til Marokkó 2007 til að ljúka dularfullum „viðskiptum“. Hewett bjó með konu sinni og börnum nærri íbúð McCann-hjónanna þegar Madeleine hvarf. Hann flutti síðar til Þýskalands. Hann neitaði ávallt að svara spurningum lögreglu og einkaspæjara um hvarf Madeleine. Hann er sagður hafa skrifað syni sínum bréf þar sem hann sagði að Madeleine hefði „verið rænt samkvæmt pöntun“ frá hópi Rómafólks.

Hewlett afplánaði nokkra fangelsisdóma fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Hann lést úr krabbameini 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“