fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Átta ára YouTube-stjarna þénaði 2,7 milljarða á síðasta ári – „Af því að ég er skemmtilegur og fyndinn“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 07:40

Ryan í einu myndbanda sinna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á YouTube er hægt að horfa á rásina Ryan ToysReview en þar fer Ryan, átta ára, á kostum við að leika sér með leikföng, spila tölvuleika eða fíflast. Þetta er svo vinsælt og ábatasamt að það er eiginlega ekki hægt að trúa því. Á síðasta ári námu tekjur Ryan 22 milljónum dollara en það svarar til um 2,7 milljarða íslenskra króna. Hann er tekjuhæsta YouTube-stjarnan.

Á rás Ryan eru birt myndbönd nær daglega og fá þau gríðarlegt áhorf. Ekki er óalgengt að myndbönd Ryan fái margar milljónir áhorfa.

Allt hófst þetta sumarið 2015 þegar Ryan var fimm ára. Þá birtu foreldrar hans myndband af honum sofandi í rauða Leiftur McQueen bílarúminu sínu. Móðir hans vekur hann og segir að hún sé með svolítið óvænt fyrir hann. Við hliðina á rúminu er rautt egg á stærð við sundbolta. Ryan stendur upp, tekur uppblásna kylfu og lemur í eggið. Inni í því eru fleiri leikföng úr Leiftri McQueen leikfangaseríunni. Hann fer síðan að leika sér með þessi leikföng.

Þetta myndband er ekki eitthvað sem margir myndu segja vera gæðaefni og flestir foreldrar myndu eflaust segja tímasóun að horfa á það en samt sem áður hefur það fengið rúmlega 931 milljónir áhorfa.

Það er einmitt myndband eins og þetta sem hafa gert Ryan að tekjuhæstu YouTube-stjörnunni samkvæmt samantekt Forbes.

Þegar NBC spurði Ryan af hverju börnum finnst gaman að horfa á myndböndin hans var svarið einfalt:

„Af því að ég er skemmtilegur og fyndinn.“

Í heildina hafa myndbönd hans fengið 21 milljarð áhorfa og 17,3 milljónir notenda fylgja honum á YouTube.

Tekjur Ryan eru að mestu tilkomnar með auglýsingum sem eru sýndar á undan myndböndum hans en um 1 milljón dollara kemur frá styrktaraðilum, það er að segja leikfangaframleiðendum. Máttur Ryan er mikill á leikfangamarkaðnum og dæmi eru um að leikföng, sem hann tekur fyrir í þáttum sínum, seljist upp á augabragði í kjölfarið.

Walmart hóf í sumar að selja sérstaka vörulínu, leikföng og fatnað, sem nefnist Ryan‘s World og mun sú sala væntanlega auka tekjur Ryan enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira