fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Sagan bræddi hjörtu milljóna: Nú er talið að þetta hafi allt verið eitt stórt svindl

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hún hafi brætt hjörtu margra í fyrra, fréttin um heimilislausan mann sem kom ungri konu til bjargar og konuna sem launaði honum greiðan með veglegri söfnun. Nú, um ári síðar, þykir margt benda til þess að um eitt stórt svindl hafi verið að ræða.

Það var í nóvember í fyrra að sagt var frá því þegar hin 27 ára Kate McClure varð bensínlaus á þjóðvegi nærri Philadelphiu í Bandaríkjunum.

Ungur maður, sóðalegur til fara, gekk að henni og spurði hvort hann gæti mögulega aðstoðað hana. Kate sagði honum að hún hefði orðið bensínlaus og ungi maðurinn, Johnny Bobbitt, bauðst til að hjálpa henni. Hann gekk að næstu bensínstöð, notaði aleiguna sína, 20 dollara, til að kaupa bensín sem hann setti á brúsa.

Eðli málsins samkvæmt var Kate yfir sig ánægð með björgunina. Hún greiddi honum að sjálfsögðu til baka og lét hann hafa mat og föt í kjölfarið. Ágæt kynni tókust á með þeim og datt Kate það „snjallræði“ í hug að segja þessa sögu á Twitter. Sagan fór á flug og brá Kate á það ráð að hefja söfnun svo Bobby gæti að minnsta kosti haft næturstað í þokkalegu rúmi.

Söfnunin fór á flug, vægt til orða tekið, og áður en yfir lauk höfðu safnast rúmlega 400 þúsund Bandaríkjadalir, um 50 milljónir króna.

Nú greinir NBC Philadelphia frá því að Kate, sambýlismaður hennar og fyrrnefndur Johnny Bobbitt hafi verið handtekin og ákærð fyrir fjársvik. Eru þau talin hafa spunnið upp þessa fallegu sögu í þeim eina tilgangi að græða á henni peninga.

Talið er að um fjórtán þúsund manns hafi lagt söfnuninni lið á sínum tíma. Bobbitt kom sér fyrir í hjólhýsi við heimili Kate og sambýlismanns hennar en flutti burt af lóðinni eftir ósætti. Hann fór svo í mál við Kate og sambýlismann hennar síðsumars og fullyrti að hann hefði séð lítið sem ekkert af þeim peningum sem söfnuðust.

Í september síðastliðnum gerði lögreglan húsleit á heimili Kate og lagði meðal annars hald á reiðufé, skartgripi og splunkunýjan BMW. Að því er NBC greinir frá gáfu Kate og sambýlismaður hennar, Mark D’Amico, sig fram við saksóknaraembættið í Burlington-sýslu í gær. Kate og Mark eru nú í haldi lögreglu en ekki liggur fyrir hvort Johnny sé einnig í haldi. Von er á frekari tilkynningu frá lögreglu vegna þessa óvenjulega máls síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu