fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

20.000 flóttamenn eru á leið til Evrópu – Sagðir stefna til Norðurlandanna – „Næstum allir eru vopnaðir hnífum“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 07:59

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór hópur flóttamanna hefur komið sér fyrir í norðvesturhluta Bosníu og freistar þess að komast yfir landamærin að Króatíu en þá eru þeir komnir til aðildarríkis ESB. Króatísk stjórnvöld hafa sent öryggissveitir að landamærunum við bosníska bæinn Velika Kladusa til að koma í veg fyrir að flóttamönnunum takist ætlunarverk sitt. Austurríska ríkisstjórnin telur að margir þessara flóttamanna hyggist fara til Skandinavíu og segir að „næstum allir séu vopnaðir hnífum“.

Austurríki er í aðeins 250 km fjarlægð frá Velika Kladusa og óttast austurrísk stjórnvöld að flóttamennirnir komist til landsins. Austurríska ríkisstjórnin, sem er langt til hægri í stjórnmálum, rekur harða stefnu í málefnum flóttamanna og innflytjenda og hefur þar af leiðandi mikinn áhuga og áhyggjur af stöðunni við ytri landamæri ESB í suðri.

„95 prósent af þessum flóttamönnum, sem vilja brjótast yfir landamærin, eru ungir menn – næstum allir vopnaðir hnífum. Einn landamæravörður hefur þegar verið stunginn.“

Segir í minnisblaði austurrískra yfirvalda um málið að sögn Kronen Zeitung. Þar kemur einnig fram að flestir flóttamannanna séu frá Pakistan, Íran, Alsír og Marokkó.

„Flóttamennirnir vilja komast til Þýskalands og áfram til Skandinavíu. Austurríki hefur slæmt orð á sér.“

Segir jafnframt í minnisblaðinu.

Fjöldi flóttamanna dvelur í Bosníu

Á undanförnum mánuðum hafa sífellt fleiri flóttamenn frá Asíu og Norður-Afríku komið til Bosníu. Þar halda þeir til í skógum, almenningsgörðum, yfirgefnum húsum og á hvíldarstöðum við bensínstöðvar. Samtökin Læknar án landamæra hafa að sögn Euronews varað við að staðan verði alvarlegri þegar kólna fer í veðri og þá muni spennan aukast.

Í lok október kom til átaka á milli flóttamanna og króatískra landamæravarða þegar hinir fyrrnefndu reyndu að komast inn í ESB. Flóttamennirnir grýttu landamæraverðina sem svöruðu með táragasi og kylfum.

Þegar ESB ákvað 2015 að reyna að hægja á straumi flóttamanna til sambandsins var eitt af lykilatriðunum að loka hinni svokölluðu Balkanleið í gegnum Bosníu og Króatíu. Króatía, sem hefur verið aðili að ESB síðan 2013, vill gjarnan sýna að landið geti gætt ytri landamæra ESB en Króatar hafa mikinn hug á að verða aðilar að Schengensamstarfinu.

Króatar hafa sett girðingu upp við landamærin að Bosníu og 6.500 landamæraverðir gæta þeirra. Ekki er girðing við öll landamærin og þar eru landamæraverðirnir að störfum og nota ýmsa nútímatækni til eftirlits.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu